Um okkur
Mannauður

Félagið er í fararbroddi sem vinnustaður þar sem jafnrétti og traust ríkir. Stefna okkar í mannauðs- og jafnréttismálum er að skapa gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk er hvatt til að viðhalda gleðinni, vera hugrakt, uppbyggilegt og um leið að taka ábyrgð á eigin frammistöðu. Við náum árangri sem ein heild.
Við gerum kröfu til allra sem sinna stjórnunar- og leiðtogahlutverki að þau komi fram af virðingu, stuðli að valdeflingu, séu hvetjandi og byggi upp traust og góða liðsheild. Stjórnendur og leiðtogar ganga fram með góðu fordæmi með því að hafa skýra framtíðarsýn og veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf til starfsfólks um stefnu, hlutverk, árangur og markmið í starfi.
Við erum líflegur og áhugaverður vinnustaður þar sem aðbúnaður og aðstaða er eins og best verður á kosið. Við sköpum starfsumhverfi sem einkennist af gagnkvæmum sveigjanleika þar sem þarfir starfs- og fjölskylduábyrgðar fara saman.
Við sköpum og viðhöldum fyrirtækjamenningu sem einkennist af trausti þar sem starfsfólk fær umboð til athafna og tekur ábyrgð á eigin frammistöðu.
Við vöndum vinnubrögð í ráðningum og gætum ávallt hlutleysis. Við leitumst eftir að hafa starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn þegar litið er til kyns, aldurs, menntunar og reynslu. Við val á starfsfólki er horft til þessara þátta en einnig til ríkjandi kynjahlutfalls í starfsmannahópum með það að markmiði að stuðla að fjölbreytileika mannauðs.
Við gerum starfsfólki kleift að þróast í starfi með tilfærslum milli starfa og með því að auglýsa öll laus störf, nema annað sé sérstaklega ákveðið í samræmi við verklag félagsins.
Við tryggjum að starfsfólk fái markvissa þjálfun svo það geti tekist á við störf sín af öryggi og ánægju. Fræðsla og þjálfun byggja á fyrirliggjandi kröfum og stefnu félagsins.
Við sköpum lærdómsmenningu með öflugu fræðslustarfi og hvatningu til starfsfólks til að taka ábyrgð á eigin þekkingu og hæfni. Öllu starfsfólki stendur til boða styrkir til náms utan fyrirtækisins til að efla sig enn frekar í starfi.
Samskipti okkar eru opin og heiðarleg og við komum fram við hvert annað af virðingu og leggjum hvert öðru lið við dagleg störf. Okkur er umhugað um líðan hvers annars og leggjum áherslu á jafnrétti, traust og heilsusamlegt starfsumhverfi. Við líðum hvorki né tökum þátt í einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða annarskonar ofbeldi.
Við leggjum okkur fram við tryggja ánægju starfsfólks, fögnum sigrum og höfum gleðina ávallt að leiðarljósi.
Við stuðlum að jafnrétti í öllu okkar starfi og tryggjum að allt starfsfólk fái jöfn tækifæri og möguleika á að nýta hæfileika sína í starfi. Við leitum leiða til að tryggja jafnt kynjahlutfall bæði í hópi stjórnenda og starfsfólks.
Við gætum fyllsta réttlætis við ákvörðun launa og tryggjum að allt starfsfólk fái greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni.
Við skuldbindum okkur til að innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins og íslenskra laga hverju sinni.
Stjórn

Guðlaug Sigurðardóttir, stjórnarformaður frá 2021, er verkfræðingur frá Háskóla Íslands 1989 og MBA frá Háskóla Íslands 2012. Guðlaug starfaði sem sérfræðingur hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands frá 1989 til 1991, sem sérfræðingur og ráðgjafi hjá Kögun hf frá 1991 til 2008 og sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Stika ehf frá 2008 til 2010. Guðlaug hefur frá árinu 2012 starfað hjá Össur hf, 2012 til 2017 sem verkefnastjóri en gegnir nú stöðu vörustjóra á sviði stoðtækja. Guðlaug er óháður stjórnarmaður.
Stefán Sigurðsson, stjórnarmaður frá 2021, er hagfræðingur frá Háskóla Íslands 1996 og með MsC. gráðu á sama sviði frá Kaupmannahafnarháskólanum árið 2006. Stefán var forstjóri Sýnar, Vodafone á Íslandi á árunum 2014-2019 og þar á undan framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka í sex ár, frá 2008-2014, þar sem hann var sérstakur ráðgjafi bankastjóra um stefnumótun, átti sæti í framkvæmdastjórn bankans og ýmsum nefndum. Stefán er óháður stjórnarmaður.
Árni Birgisson, stjórnarmaður frá 2022, er með B.ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands 1995. Árni vann hjá Almannavörnum ríkisins sem sviðsstjóri samhæfingarsviðs frá 1996-2000 og sem upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu 2000-2001. Árið 2001 hjá forverum Isavia ohf og starfar nú sem samræmingarstjóri á skrifstofu forstjóra.
Stjórnarhættir
Stjórn félagsins hefur „Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja“ til hliðsjónar í störfum sínum og uppfyllir þær í öllum meginatriðum þrátt fyrir að félaginu beri ekki að fylgja leiðbeiningunum lögum samkvæmt.
Helsta frávik er að ekki er starfandi tilnefningarnefnd hjá félaginu þar sem tilnefningar í stjórn félagsins er hjá Fjármála- og efnahagsráðherra sem fer með hlut ríkisins í félaginu. Undirnefndir stjórnar eru endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. Starfssvið endurskoðunar og starfskjaranefndar nær einnig til dótturfélaga Isavia ohf.
Stefna hefur verið sett um samfélagslega ábyrgð.
Framkvæmdastjóri Isavia ANS

Framkvæmdastjóri hefur með höndum yfirframkvæmdastjórn allrar daglegrar starfsemi skv. stefnu og fyrirmælum stjórnar. Daglegur rekstur nær ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar. Hann hefur ákvörðunarvald um öll rekstrar- og fjárhagsleg málefni félagsins og hefur umsjón með eignum þess. Framkvæmdastjóri gerir stjórn grein fyrir starfsemi félagsins og afkomu á stjórnarfundum og ber ábyrgð gagnvart stjórn á hinum daglega rekstri og að í öllu sé farið eftir samþykktum félagsins, lögum og reglum.
Kjartan Briem tók við sem framkvæmdastjóri í janúar 2021.
Kjartan Briem er rafmagnsverkfræðingur MSc.EE. frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) með áherslu á fjarskipti. Kjartan hefur langa reynslu af alþjóðlegum samskiptum og starfaði í rúma tvo áratugi á fjarskiptamarkaðnum á Íslandi, lengst af sem stjórnandi á tæknisviði. Nú síðast starfaði hann sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone á Íslandi.
Sjálfbærni

Samþykkt var ný sjálfbærnistefna fyrir Isavia ohf og dótturfélög í lok árs 2021. Stefnunni er ætlað að leysa af hólmi tvær eldri stefnur, annars vegar umhverfisstefnu og hins vegar stefnu í samfélagsábyrgð. Með setningu stefnunnar uppfylla félagið og dótturfélög þess lagakröfur um setningu loftslagsstefnu.
Sjálfbærnistefnan byggir á þremur meginstoðum sjálfbærni: umhverfi, samfélagi og efnahag. Í hverjum flokki eru sett fram stefnumið og þeim fylgir svo ítarleg aðgerðaáætlun fyrir hvert félag fyrir sig. Lögð er áhersla á lækkun kolefnisspors, hringrásarhagkerfi, samvinnu við nærsamfélag og viðskiptafélaga, virðissköpun, framþróun, nýsköpun og stöðugar umbætur, svo fátt eitt sé nefnt.
Isavia ANS er aðili að Borealis Alliance sem eru samtök níu flugleiðsöguveitenda (ANSP) í Norður-Evrópu. Þar er unnið að Free Route Airspace verkefni sem á að leiða af sér styttri flugtíma. Það leiðir aftur af sér minni eldsneytisnotkun sem þýðir lægri kostnað og minni mengun. Á Íslandi geta flugrekendur nú áætlað og flogið beina flugleggi frá Keflavíkurflugvelli til flugvalla í Noregi og Skotlandi, sem eru næstu flugstjórnarsvæðin í suðaustri við það íslenska.
Isavia ANS hefur verið þátttakandi í Grænum skrefum síðan 2016 og hefur Flugstjórnarmiðstöðin tekið 2 slík skref og starfsemi Flugfjarskipta í Gufunesi öll fimm skrefin.
Starfsemin er með ISO14001 vottun og varð fyrsta starfsstöð Isavia til þess að hljóta slíka vottun. Í Gufunesi hafa verið farnar óhefðbundnar leiðir í því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni, meðal annars með því að koma fyrir hænsnakofa á lóð starfstöðvarinnar. Hænurnar borða hluta af þeim matarafgöngum sem falla til í starfseminni og þar með minnkar það magn sem annars færi til urðunar eða moltugerðar. Starfsemin í Gufunesi er til fyrirmyndar í umhverfismálum og er svo dæmi sé nefnt með hæsta flokkunarhlutfall sorps í allri samstæðunni.