Um okkur

Mannauður

Isavia ANS leggur áherslu á uppbyggileg samskipti, hvatningu, virðingu og gleði.

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð Isavia ANS. Við leggjum áherslu á að byggja upp starfsumhverfi sem mætir þörfum okkar, menningu sem styður liðsheild, ábyrgð og fagleg vinnubrögð. Við leggjum jafnframt áherslu á uppbyggileg samskipti, hvatningu, virðingu og gleði í okkur störfum. Þannig náum við árangri.

Vinnustaðurinn

Hjá Isavia ANS starfa um 260 einstaklingar auk nema í flugumferðarstjórn sem eru um 20.

Okkar stærsta starfsstöð er að Nauthólsvegi 66 en við erum einnig með minni starfsstöðvar í Sóleyrjarrima, þar sem flugfjarskiptadeild okkar er staðsett og í Steinhellu þar sem hluti CNS kerfa er staðsett.

Okkar stefna er að vinnustaðurinn okkar sé líflegur og áhugaverður þar sem aðbúnaður og aðstaða er eins og best verður á kosið. Við sköpum starfsumhverfi sem einkennist af gagnkvæmum sveigjanleika þar sem þarfir starfs- og fjölskylduábyrgðar fara saman.

Fyrirtækjamenningin er okkur mikilvæg, þar sem við leggjum áherslu á samvinnu, uppbyggileg samskipti, fagleika, hvatningu, jákvæðni, virðingu og gleði.

Við gerum kröfu til allra sem sinna stjórnunar- og leiðtogahlutverki að þau komi fram af virðingu, stuðli að valdeflingu, séu hvetjandi og byggi upp traust og góða liðsheild. Stjórnendur og leiðtogar ganga fram með góðu fordæmi með því að hafa skýra framtíðarsýn og veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf til starfsfólks um stefnu, hlutverk, árangur og markmið í starfi.

Mannauðs- og jafnréttisstefna

Mannauðs- og jafnréttisstefnan tekur til allrar starfsemi Isavia og dótturfélaga, starfsfólk skal virða hana í öllum störfum sínum fyrir félagið. Mannauðs- og jafnréttisstefnan byggir á stefnu Isavia og uppfyllir kröfur í lögum og reglugerðum.

Ráðningar

Við vöndum vinnubrögð í ráðningum og gætum ávallt hlutleysis. Við leitumst eftir að hafa starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn þegar litið er til kyns, aldurs, menntunar og reynslu. Við val á starfsfólki er horft til þessara þátta en einnig til ríkjandi kynjahlutfalls í starfsmannahópum með það að markmiði að stuðla að fjölbreytileika mannauðs.

Við gerum starfsfólki kleift að þróast í starfi með tilfærslum milli starfa og með því að auglýsa öll laus störf, nema annað sé sérstaklega ákveðið í samræmi við verklag félagsins.

Þekking, fræðsla og starfsþróun

Við tryggjum að starfsfólk fái markvissa þjálfun svo það geti tekist á við störf sín af öryggi og ánægju. Fræðsla og þjálfun byggja á fyrirliggjandi kröfum og stefnu félagsins.

Við sköpum lærdómsmenningu með öflugu fræðslustarfi og hvatningu til starfsfólks til að taka ábyrgð á eigin þekkingu og hæfni. Öllu starfsfólki stendur til boða styrkir til náms utan fyrirtækisins til að efla sig enn frekar í starfi.

Jafnrétti

Við stuðlum að jafnrétti í öllu okkar starfi og tryggjum að allt starfsfólk fái jöfn tækifæri og möguleika á að nýta hæfileika sína í starfi. Við leitum leiða til að tryggja jafnt kynjahlutfall bæði í hópi stjórnenda og starfsfólks.

Við gætum fyllsta réttlætis við ákvörðun launa og tryggjum að allt starfsfólk fái greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni.

Mannauðs- og jafnréttisáætlun okkar tryggir jafnframt að engum sé mismunað vegna trúarbragða, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar eða stöðu að öðru leyti.

Undir engum kringumstæðum umberum við einelti, ofbeldi, kynbundna eða kynferðisleg áreitni á vinnustaðnum. Við störfum í anda samstarfs og sýnum samstarfsfólki alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum.

Heilsan

Við leggjum áherslu á bæði líkamlegt og andlegt heilsufar starfsfólks okkar. Við vinnum saman sem ein heild og styðjum hvert annað.

Allt okkar starfsfólk getur valið um að mæta sér að kostnaðarlausu í líkamsræktarstöðvar og fastráðið starfsfólk hefur val um að fá árlegan heilsuræktarstyrk.

Heilsuræktaraðstaða er í Nauthólsveginum sem allt starfsfólk hefur kost á að nýta sér. Jafnframt er boðið upp á góða hjólaaðstöðu fyrir þá sem kjósa.

Við bjóðum upp á heilsufarsskoðanir árlega ásamt inflúensusprautu. Við bjóðum jafnframt upp á ráðgjöf hjúkrunarfræðinga ásamt viðtalstímum hjá sálfræðingi eða annarra sérfræðinga.

Félagslífið

Starfsmannafélagið Staffið, sem er starfsmannafélag starfsfólks Isavia ohf. og allra dótturfélag, er reglulega með viðburði eins og pub-quiz, októberfest, golf, leikhúsferðir, bíóferðir. Einnig eru árlega árshátíðir, jólahlaðborð og ýmsar minni skemmtanir.

Mötuneyti

Við bjóðum upp á gott mötuneyti á Nauthólsveginum fyrir starfsfólk okkar þar sem boðið er upp á morgunverð og hádegisverð. Hádegisverður er niðurgreiddur af fyrirtækinu.