Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð Isavia ANS. Við leggjum áherslu á að byggja upp starfsumhverfi sem mætir þörfum okkar, menningu sem styður liðsheild, ábyrgð og fagleg vinnubrögð. Við leggjum jafnframt áherslu á uppbyggileg samskipti, hvatningu, virðingu og gleði í okkur störfum. Þannig náum við árangri.
Vinnustaðurinn
Hjá Isavia ANS starfa um 260 einstaklingar auk nema í flugumferðarstjórn sem eru um 20.
Okkar stærsta starfsstöð er að Nauthólsvegi 66 en við erum einnig með minni starfsstöðvar í Sóleyrjarrima, þar sem flugfjarskiptadeild okkar er staðsett og í Steinhellu þar sem hluti CNS kerfa er staðsett.
Okkar stefna er að vinnustaðurinn okkar sé líflegur og áhugaverður þar sem aðbúnaður og aðstaða er eins og best verður á kosið. Við sköpum starfsumhverfi sem einkennist af gagnkvæmum sveigjanleika þar sem þarfir starfs- og fjölskylduábyrgðar fara saman.
Fyrirtækjamenningin er okkur mikilvæg, þar sem við leggjum áherslu á samvinnu, uppbyggileg samskipti, fagleika, hvatningu, jákvæðni, virðingu og gleði.
Við gerum kröfu til allra sem sinna stjórnunar- og leiðtogahlutverki að þau komi fram af virðingu, stuðli að valdeflingu, séu hvetjandi og byggi upp traust og góða liðsheild. Stjórnendur og leiðtogar ganga fram með góðu fordæmi með því að hafa skýra framtíðarsýn og veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf til starfsfólks um stefnu, hlutverk, árangur og markmið í starfi.
Mannauðs- og jafnréttisstefna
Mannauðs- og jafnréttisstefnan tekur til allrar starfsemi Isavia og dótturfélaga, starfsfólk skal virða hana í öllum störfum sínum fyrir félagið. Mannauðs- og jafnréttisstefnan byggir á stefnu Isavia og uppfyllir kröfur í lögum og reglugerðum.