Eldgos á Reykjanesskaga – að svo stöddu hafa eldsumbrotin ekki áhrif á flugumferð. Nánari upplýsingar á vef Almannavarna og á vef Veðurstofunnar.

Um okkur

Stjórnarhættir

Isavia ANS er einkahlutafélag í eigu Isavia ohf. Stjórnarhættir félagsins taka mið af lögum nr. 138/1994 um einkahlutafélög, samþykktum félagsins og starfsreglum.

Stjórn félagsins hefur „Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja“ til hliðsjónar í störfum sínum og uppfyllir þær í öllum meginatriðum þrátt fyrir að félaginu beri ekki að fylgja leiðbeiningunum lögum samkvæmt.

Helsta frávik er að ekki er starfandi tilnefningarnefnd hjá félaginu þar sem tilnefningar í stjórn félagsins er hjá Fjármála- og efnahagsráðherra sem fer með hlut ríkisins í félaginu. Undirnefndir stjórnar eru endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. Starfssvið endurskoðunar og starfskjaranefndar nær einnig til dótturfélaga Isavia ohf.

Stefna hefur verið sett um samfélagslega ábyrgð.