Um okkur

Störf í boði

Við tengjum heimsálfur á Norður-Atlantshafinu og brúum bil fólks og menningarheima á hagkvæman, framsýnan og öruggan hátt. Við leggjum áherslu á framúrskarandi flugleiðsögu á alþjóðlegan mælikvarða. Við fylgjumst jafnframt vel með tækifærum og tækniþróun og notum nýjustu tækni til að auka og bæta þjónustu.

Við viljum að starfsfólk okkar sé ánægt í starfi og því líði vel. Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun, fjölskylduvænt starfsumhverfi og jákvæðan starfsanda.

Við erum samstilltur hópur og sinnum störfum okkar á jákvæðan og faglegan hátt. Með uppbyggilegum samskiptum, hvatingu, virðingu og gleði náum við árangri.

Opnar stöður

Lentir þú í vandræðum með umsóknina

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á radningar@isavia.is

Meðferð starfsumsókna

  • Allar umsóknir um störf fara í gegnum ráðningarvef okkar nema annað sé tekið fram
  • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál
  • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst
  • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
  • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
  • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar