Eldgos er hafið á Reykjanesskaga.
Helstu upplýsingar um gosið má nálgast á vef Almannavarna og á vef Veðurstofu Íslands.

Um okkur

Framkvæmdastjóri

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS
Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS

Framkvæmdastjóri hefur með höndum yfirframkvæmdastjórn allrar daglegrar starfsemi skv. stefnu og fyrirmælum stjórnar. Daglegur rekstur nær ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar. Hann hefur ákvörðunarvald um öll rekstrar- og fjárhagsleg málefni félagsins og hefur umsjón með eignum þess. Framkvæmdastjóri gerir stjórn grein fyrir starfsemi félagsins og afkomu á stjórnarfundum og ber ábyrgð gagnvart stjórn á hinum daglega rekstri og að í öllu sé farið eftir samþykktum félagsins, lögum og reglum.

Kjartan Briem tók við sem framkvæmdastjóri í janúar 2021.

Kjartan Briem er rafmagnsverkfræðingur M.Sc.EE. frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) með áherslu á fjarskipti. Kjartan hefur langa reynslu af alþjóðlegum samskiptum og starfaði í rúma tvo áratugi á fjarskiptamarkaðnum á Íslandi, lengst af sem stjórnandi á tæknisviði. Nú síðast starfaði hann sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone á Íslandi.