Um okkur

Dótturfélög

Tvö dótturfélög eru starfrækt undir Isavia ANS - Tern Systems EHF og Suluk APS

Suluk

Suluk er grænlenskt einkahlutafélag í eigu Isavia ANS. Starfsmenn félagsins eru flugumferðarstjórar sem veita, ásamt flugumferðarstjórum frá Isavia ANS, aðflugs- og turnþjónustu á Kangerlussuaqflugvelli. Samningur er um þessa þjónustu milli Isavia ANS og grænlenska flugvallafyrirtækisins Mittarfeqarfiit.

Tern Systems

Tern Systems ehf. þróar og framleiðir hugbúnað fyrir flugleiðsöguþjónustu. Um er að ræða lausnir sem notaðar eru í rekstri flugstjórnarmiðstöðva, flugturna og við þjálfun flugumferðarstjóra.

Kerfi frá Tern Systems eru meðal annars notuð á Íslandi, Írlandi, Suður-Kóreu, Spáni, Marokkó og Indónesíu. Starfsmenn eru um 50 í aðalstöðvum félagsins á Íslandi.