Eldgos er hafið á Reykjanesskaga.
Helstu upplýsingar um gosið má nálgast á vef Almannavarna og á vef Veðurstofu Íslands.

Um okkur

Dótturfélög

Tvö dótturfélög eru starfrækt undir Isavia ANS - Tern Systems EHF og Suluk APS

Suluk

Suluk er grænlenskt einkahlutafélag í eigu Isavia ANS. Starfsmenn félagsins eru flugumferðarstjórar sem veita, ásamt flugumferðarstjórum frá Isavia ANS, aðflugs- og turnþjónustu á Kangerlussuaqflugvelli. Samningur er um þessa þjónustu milli Isavia ANS og grænlenska flugvallafyrirtækisins Mittarfeqarfiit.

Tern Systems

Tern Systems ehf. hefur í næstum 30 ár þróað hugbúnaðarlausnir fyrir stjórn flugumferðar en lausnir þróaðar af Tern Systems eru nú í notkun víða í Evrópu, Asíu og Afríku. Markmið Tern Systems er að vera í forystu þegar kemur að öryggi og nýsköpun í stjórnun flugumferðar í alþjóðlegu flugrými.

Starfsfólk Tern Systems brennur fyrir hugbúnaðarþróun og hefur metnað til þess að skapa framsæknar tæknilausnir með þarfir viðskiptavina að leiðarljósi. Hjá Tern Systems starfa yfir 80 manns og er með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Ungverjalandi og Póllandi.