Eldgos er hafið á Reykjanesskaga - Helstu upplýsingar um eldgos á svæðinu má nálgast á vef Veðurstofu Íslands og vef Almannavarna.

Meðferð persónuupplýsinga

Isavia ANS

Isavia ANS leggur áherslu á örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga. Isavia ANS leitast við að takmarka vinnslu persónuupplýsinga eins og hægt er og safnar ekki persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er.

Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra á vegum Isavia ANS, lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga („persónuverndarlög“).

Isavia ANS gætir þess að sú vinnsla persónuupplýsinga sem Isavia ANS hefur með höndum, sem ábyrgðaraðili vinnslu, sé í samræmi við persónuverndarlög.

Hér að neðan er að finna upplýsingar um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í gegnum vef Isavia ANS. Hér að neðan er einnig að finna upplýsingar um réttindi þín og hvernig þú getur nýtt þau.

Persónuverndarfulltrúi Isavia samstæðunnar hefur eftirlit með því að farið sé eftir lögum og reglum um persónuvernd í starfsemi félagsins. Fyrirspurnum, athugasemdum og ábendingum varðandi persónuupplýsingar og persónuvernd er unnt að beina á personuvernd@isavia.is


Hvaða upplýsingar söfnum við í gegnum vefinn?

Vera má að þú látir okkur í té með beinum eða óbeinum hætti persónuupplýsingar er varða þig, til dæmis þegar nýtir þér þjónustu sem við bjóðum á vefsíðu okkar, hefur samband við okkur gegnum vefgátt eða með öðrum hætti. Þessar upplýsingar geta verið:

  • Persónugreinanlegar upplýsingar – nafn, heimilisfang, netfang, kennitala, símanúmer o.s.frv.
  • Greiðsluupplýsingar – greiðslukortaupplýsingar

Upplýsingar sem við söfnum um þig þegar þú nýtir þér þjónustu okkar þá getur verið að við söfnum eftirfarandi upplýsingum:

  • Persónugreinanlegar upplýsingar – t.d. nafn, netfang og símanúmer
  • Upplýsingar um vöru eða þjónustu – upplýsingar um þá vöru eða þjónustu sem þú kaupir af okkur
  • Fjárhagsupplýsingar – t.d. upplýsingar um það ef greiðslukortið þitt er lokað
  • Viðskiptasaga – upplýsingar um kaup, greiðslur og greiðslukortasamþykki vegna fyrri kaupa
  • Upplýsingar um samskipti þín við Isavia ANS gegnum heimasíðu félagsins
  • Upplýsingar um tæki – IP-tala, tungumálastillingar, vafrastillingar, tímabeltisstillingar o.fl.
  • Landfræðilegar upplýsingar – landfræðileg staðsetning
  • Starfsumsóknir - umsækjendur um störf hjá Isavia ANS

Þær upplýsingar sem þú lætur okkur í té auk upplýsinga um vöru eða þjónustu og fjárhagsuppýsingar eru nauðsynlegar til þess að við getum efnt okkar samningsskyldur gagnvart þér (veitt umbeðna þjónustu). Tilgangur söfnunar annarra upplýsinga er skýrður hér á eftir.