Um okkur

Stjórnun

Höfuðstöðvar Isavia ANS
Höfuðstöðvar Isavia ANS

Framkvæmdarstjóri

Framkvæmdastjóri hefur með höndum yfirframkvæmdastjórn allrar daglegrar starfsemi skv. stefnu og fyrirmælum stjórnar. Daglegur rekstur nær ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar. Hann hefur ákvörðunarvald um öll rekstrar- og fjárhagsleg málefni félagsins og hefur umsjón með eignum þess. Framkvæmdastjóri gerir stjórn grein fyrir starfsemi félagsins og afkomu á stjórnarfundum og ber ábyrgð gagnvart stjórn á hinum daglega rekstri og að í öllu sé farið eftir samþykktum félagsins, lögum og reglum.

Kjartan Briem tók við sem framkvæmdastjóri í janúar 2021.

Kjartan Briem er rafmagnsverkfræðingur M.Sc.EE. frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) með áherslu á fjarskipti. Kjartan hefur langa reynslu af alþjóðlegum samskiptum og starfaði í rúma tvo áratugi á fjarskiptamarkaðnum á Íslandi, lengst af sem stjórnandi á tæknisviði. Nú síðast starfaði hann sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone á Íslandi.

Stjórn Isavia ANS

Guðlaug Sigurðardóttir, fædd 1965, stjórnarmaður frá 2020 og stjórnarformaður frá desember 2022, er verkfræðingur frá Háskóla Íslands 1989 og MBA frá Háskóla Íslands 2012. Guðlaug starfaði sem sérfræðingur hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands frá 1989 til 1991, sem sérfræðingur og ráðgjafi hjá Kögun hf. frá 1991 til 2008 og sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Stika ehf frá 2008 til 2010. Frá 2012 til 2023 starfaði Guðlaug hjá Össur hf., 2012 til 2017 sem verkefnastjóri og 2017-2023 sem vörustjóri á sviði stoðtækja. Guðlaug starfar nú sem verkefnastjóri á Þróunarsviði Landspítala. Guðlaug er óháður stjórnarmaður.

Stefán Sigurðsson, stjórnarmaður frá 2021, er hagfræðingur frá Háskóla Íslands 1996 og með MsC. gráðu á sama sviði frá Kaupmannahafnarháskólanum árið 2006. Stefán var forstjóri Sýnar, Vodafone á Íslandi á árunum 2014-2019 og þar á undan framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka í sex ár, frá 2008-2014, þar sem hann var sérstakur ráðgjafi bankastjóra um stefnumótun, átti sæti í framkvæmdastjórn bankans og ýmsum nefndum. Stefán er óháður stjórnarmaður.

Árni Birgisson, stjórnarmaður frá 2022, er með B.ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands 1995. Árni vann hjá Almannavörnum ríkisins sem sviðsstjóri samhæfingarsviðs frá 1996-2000 og sem upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu 2000-2001. Árið 2001 hjá forverum Isavia ohf og starfar nú sem samræmingarstjóri á skrifstofu forstjóra.