Alþjóðasamstarf
Alþjóðasamskipti
Við þetta bætast svo innlend samskipti Isavia ANS við mismunandi ráðuneyti, eftirlitsaðila og þjónustunotendur ásamt dagleg samskipti við önnur fyrirtæki samstæðunnar. Svo er einnig um fjölbreytt tæknisamstarf að ræða, innlent sem erlent sem varðar bæði þróun, kaup og sölu á vél og hugbúnaði.
ICAO

Stofnuð árið 1947, Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) er í dag ein af undirstofnunum sameinuðu þjóðanna og helsta alþjóðastofnun á sviði almannaflugs. Markmið ICAO er að sjá um umsýslu og rekstur á „Chicago sáttmálanum“ (Convention on International Civil Aviation), sem er stofnskrá stofnunarinnar. Ísland var eitt af 52 ríkjum sem undirrituðu Chicago sáttmálann 7. desember 1944, og er hann einn fyrsti alþjóðlegi samningur sem Ísland átti aðild að.
Í dag eru aðildarríki ICAO 193 og vinnur stofnunin náið með þeirra fulltrúum í að setja á alþjóðlega staðla um öryggi og greiðar samgöngur í lofti og tryggja samræmi á kröfum og ráðlögðum starfsvenjum þess. Höfuðstöðvar ICAO eru í Montreal Kanada en einnig eru sjö svæðisstöðvar stofnunarinnar dreifðar um heiminn. Sú sem Ísland tilheyrir er staðsett í París (ICAO EUR/NAT). Stofnunin hefur samið 18 tæknilega viðauka við stofnskrána sem glíma við alla þætti flugs.
Ísland á sæti í Air Navigation Commission (ANC) og Council á fimm ára fresti. Sætið færist á hverju ári á milli Norðurlandanna.
NAT SPG

NAT SPG (North Atlantic Systems Planning Group) var stofnað árið 1965 af ICAO. Hlutverk NAT SPG er að rannsaka, fylgjast með og meta núverandi flugumferðarstjórnunarkerfi í ljósi breyttra viðmiða, tækninýjunga og umferðabreytinga. Að auki vinnur NAT SPG að því að tryggja öryggi í flugi yfir Norður-Atlantshafinu í samræmi við svæðisbundin og alþjóðaviðmið ásamt þeim viðmiðum sem koma fram í alþjóðlegri flugöryggisáætlun og alþjóðlegri flugleiðsöguáætlun.
NAT SPG samanstendur af fulltrúum frá Íslandi, Danmörku, Kanada, Frakklandi, Portúgal, Írlandi, Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum, Rússlandi, Spáni, Trinidad og Tobago. Áheyrnafulltrúum frá Eurocontrol, IAOPA, IATA, IBAC, IFAIMA, IFALDA, IFALPA, IFATCA, Iridium og Inmarsat er boðið að taka þátt í störfum NAT SPG.
EUROCONTROL

Eurocontrol er fyrst og fremst alþjóðastofnun um flugleiðsögu en gegnir einnig hlutverki flæðisstjórnanda (Network Manager) innan Evrópu fyrir hönd ESB. Eurocontrol sér einnig um innheimtu leiðarflugsgjalda yfir Evrópu í gegnum CRCO og starfar sem flugleiðsöguveitandi yfir háloftum Belgíu, Hollands, Þýskalands og Lúxemborg á svæði sem kallast „Maastricht UAC“. Þar að auki styður Eurocontrol tæknilega framþróun á sviði almannaflugs með ýmsum verkefnum í gegnum SESAR (Single European Sky ATM Research).
Ísland stefnir á bráðbirgðainngöngu í Eurocontrol haustið 2022 með fullri aðild 2025.
CANSO

CANSO eru alþjóðasamtök 90 flugleiðsöguveitenda. Stofnað árið 1996 hlutverk CANSO er meðal annars að auka samstarf á milli flugleiðsöguveitenda, þróa stefnur og móta bestu starfsvenjur hvað almannaflug varðar ásamt því að vinna með eftirlitsaðilum, notendum, flugvöllum og öðrum hagsmunaaðilum.
Isavia ANS hefur verið virkur þátttakandi í störfum CANSO síðan 2013.
BOREALIS ALLIANCE

Borealis samstarfið samanstendur af 9 flugleiðsöguveitendum í Norður-Evrópu, Avinor (Noregur), Fintraffic ANS (Finnland), Irish Aviation Authority (Írland), Isavia ANS (Ísland), EANS (Eistland), LGS (Lettland), LFV (Svíþjóð), UK NATS (Bretland) og Naviair (Danmörk). Stofnað árið 2012, Borealis er viðskiptamiðað samstarf flugleiðsögu-veitenda sem ætlað er að efla þjónustuveitingu þeirra bæði í afköstum sem og kostnaði. Að auki virkar Borealis sem upplýsingamiðlunarvettvangur varðandi þróun flugmála innan Evrópu hvað varðar evrópska löggjöf og stefnur fyrir almenningsflug. Isavia ANS er virkur þátttakandi í öllum verkefnum Borealis Alliance og þ.á.m "Free Route Airspace" verkefninu.