Eurocontrol er fyrst og fremst alþjóðastofnun um flugleiðsögu en gegnir einnig hlutverki flæðisstjórnanda (Network Manager) innan Evrópu fyrir hönd ESB. Eurocontrol sér einnig um innheimtu leiðarflugsgjalda yfir Evrópu í gegnum CRCO og starfar sem flugleiðsöguveitandi yfir háloftum Belgíu, Hollands, Þýskalands og Lúxemborg á svæði sem kallast „Maastricht UAC“. Þar að auki styður Eurocontrol tæknilega framþróun á sviði almannaflugs með ýmsum verkefnum í gegnum SESAR (Single European Sky ATM Research).

Ísland stefnir á bráðbirgðainngöngu í Eurocontrol haustið 2022 með fullri aðild 2025.