Eldgos á Reykjanesskaga – að svo stöddu hafa eldsumbrotin ekki áhrif á flugumferð. Nánari upplýsingar á vef Almannavarna og á vef Veðurstofunnar.

Alþjóðasamstarf

Alþjóðasamskipti

Alþjóðasamskipti Isavia ANS eru umfangsmikil, þau fela í sér samskipti við erlend ráðuneyti, alþjóðastofnanir, flugleiðsöguveitanda, flugrekanda og aðra hagsmunaaðila. Við þetta bætast svo innlend samskipti Isavia ANS við mismunandi ráðuneyti, eftirlitsaðila og þjónustunotendur ásamt dagleg samskipti við önnur fyrirtæki samstæðunnar. Svo er einnig um fjölbreytt tæknisamstarf að ræða, innlent sem erlent sem varðar bæði þróun, kaup og sölu á vél- og hugbúnaði.