Eldgos á Reykjanesskaga – að svo stöddu hafa eldsumbrotin ekki áhrif á flugumferð. Nánari upplýsingar á vef Almannavarna og á vef Veðurstofunnar.

NAT SPG merki
NAT SPG merki

NAT SPG (North Atlantic Systems Planning Group) var stofnað árið 1965 af ICAO. Hlutverk NAT SPG er að rannsaka, fylgjast með og meta núverandi flugumferðarstjórnunarkerfi í ljósi breyttra viðmiða, tækninýjunga og umferðabreytinga. Að auki vinnur NAT SPG að því að tryggja öryggi í flugi yfir Norður-Atlantshafinu í samræmi við svæðisbundin og alþjóðaviðmið ásamt þeim viðmiðum sem koma fram í alþjóðlegri flugöryggisáætlun og alþjóðlegri flugleiðsöguáætlun.

NAT SPG merki
NAT SPG merki

NAT SPG samanstendur af fulltrúum frá Íslandi, Danmörku, Kanada, Frakklandi, Portúgal, Írlandi, Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum, Rússlandi, Spáni, Trinidad og Tobago. Áheyrnafulltrúum frá Eurocontrol, IAOPA, IATA, IBAC, IFAIMA, IFALDA, IFALPA, IFATCA, Iridium og Inmarsat er boðið að taka þátt í störfum NAT SPG.