Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nám í flugumferðarstjórn. Opið verður til og með 31. janúar 2026. Inntökuferlið hefst svo í febrúar 2026. Brýnt er fyrir umsækjendum að kynna sér vel þau hæfisskilyrði sem gerð eru til umsækjenda áður en sótt er um í námið.
Isavia ANS annast rekstur íslensku flugleiðsöguþjónustunnar og er stærsti starfsvettvangur flugumferðarstjóra á Íslandi. Flugumferðarstjórar stýra flugumferð á flugvöllum á Íslandi og í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er eitt það stærsta í heiminum.
Isavia ANS hefur langa reynslu af þjálfun og menntun flugumferðarstjóra og er áætlað að þjálfa þurfi 6-8 nýja flugumferðarstjóra árlega en það getur þó verið breytilegt milli ára.
Nánari upplýsingar um námið í flugumferðarstjórn má finna hér
