Nám í flugumferðarstjórn

Að vera flugumferðarstjóri er krefjandi og spennandi starf þar sem öryggi og fagmennska eru í forgrunni. Flugumferðarstjórar stýra flugumferð og tryggja að flugfarþegar og áhafnir komist örugglega á áfangastað. Starfið hentar þeim sem hafa góða einbeitingu, njóta þess að vinna undir álagi og vilja starfa í alþjóðlegu og tæknivæddu umhverfi þar sem enginn dagur er eins. Starfið er bæði gefandi og fjölbreytt og veitir fólki tækifæri til að leggja sitt af mörkum til mikilvægrar samgöngustarfsemi landsins.
Flugumferðarstjórar stýra flugumferð á flugvöllum á Íslandi og í íslenska flugstjórnarsvæðinu, sem er eitt það stærsta í heiminum.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir nám í flugumferðarstjórn sem fyrirhugað er að hefjist haustið 2026.
Umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði verða boðaðir í inntökupróf sem haldin verða í byrjun febrúar. Athygli er vakin á því að reglum um inntökupróf hjá Isavia ANS hefur verið breytt: eingöngu er heimilt að þreyta inntökupróf þrisvar sinnum. Þeir sem tóku inntökupróf árið 2024 og 2025 og sækja nú aftur um þurfa þó ekki að taka inntökuprófið á ný.
Nám í flugumferðarstjórn tekur að jafnaði tvö ár. Nemar greiða ekki skólagjöld og fá mánaðarlegan námsstyrk þegar seinni hluti námsins hefst (starfsþjálfun). Þó fullnægjandi árangur náist í námi er það ekki trygging fyrir starfi hjá Isavia að námi loknu. Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.
Hluti grunnnámsins fer fram erlendis.
Sjá nánar á: https://ans.isavia.is/nam-i-flugumferdarstjorn
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Æskilegt er að umsækjendur séu milli 18 – 35
- Góð tök á íslensku og ensku í tali og riti. Viðkomandi þarf að ná að lágmarki CEFRL stigi B2
- Umsækjendur þurfa að standast heilbrigðisskoðun og skimun fyrir geðvirkum efnum skv. reglugerðarkröfum um flugumferðarstjóra
- Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini, einkunnum úr námi ásamt ferilskrá
Umsóknarfrestur frá: 01.12.2025
Umsóknarfrestur til: 25.01.2026
Frekari upplýsingar veitir Auður Antonsdóttir í gegnum netfangið audur.antonsdottir@isavia.is.