Isavia ANS annast rekstur íslensku flugleiðsöguþjónustunnar og er stærsti starfsvettvangur flugumferðarstjóra á Íslandi. Flugumferðarstjórar stýra flugumferð á flugvöllum á Íslandi og í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er eitt það stærsta í heiminum.
Isavia ANS hefur langa reynslu af þjálfun og menntun flugumferðarstjóra og er áætlað að þjálfa þurfi 6-8 nýja flugumferðarstjóra árlega en það getur þó verið breytilegt milli ára.
Til þess að hefja nám í flugumferðarstjórn þurfa einstaklingar:
- Að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi.
- Að vera orðnir 18 ára þegar námið hefst en æskilegast er að umsækjendur séu á aldrinum 18 – 35 ára.
- Tala og rita mjög góða íslensku og ensku. Viðkomandi þarf að ná að lágmarki CEFRL stigi B2.
- Að vera góðir í mannlegum samskiptum og starfa í hópi.
- Að vera sjálfstæðir í vinnubrögðum og eiga gott með að taka ákvarðanir.
- Að standast læknisskoðun og skimun fyrir geðvirk efni skv. reglugerðarkröfum um flugumferðarstjóra.
Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini og einkunnum úr námi.
Hæfir umsækjendur verða boðaðir í inntökupróf sem reynir á ákveðna hæfni (t.d. ensku, reikning, þrautalausnir, rýmisgreind og margt fleira). Inntökuferlið í heild er margþætt og inniheldur m.a. próf, verkefni og viðtöl. Eftir hvert viðfangsefni er skorið niður þar til þeir umsækjendur sem boðið verður í nám er valdnir en gera má ráð fyrir því að ferlið taki nokkrar vikur.
Reglum um inntökupróf hjá Isavia ANS hefur verið breytt. Eingöngu má sækja um í inntökupróf fyrir nám í flugumferðarstjórn þrisvar sinnum. Prófniðurstöður og niðurstöður valferlisins gilda í þrjú ár í senn svo ef umsækjandi sækir um aftur innan þriggja ára gilda sömu prófniðurstöður og þarf hann því ekki að þreyta prófin aftur. Fyrir þá sem vilja kynna sér inntökuprófin betur bendum við á heimasíðu Eurocontrol (Inntökupróf).