Viltu vinna við flugfjarskipti?

Við leitum eftir áhugasömum einstaklingum í nám í flugfjarskiptum. Námið hefst í byrjun janúar 2026 og eru áætluð námslok í lok júní sama ár. Nemendur eru á launum á námstímanum.
Hlutverk fjarskiptamanna er að tryggja örugg og skilvirk samskipti milli flugvéla, flugstjórnarmiðstöðva, flugrekenda, veðurstofa og annarra aðila sem koma að flugsamgöngum. Fjarskiptin fara fram á ensku og felast í móttöku og sendingu á skeytum er varða öryggi flugsins svo sem staðarákvarðanir, margvíslegar flughæða-, hraða- og flugleiðabreytingar, veðurskeyti, upplýsingar um lendingarskilyrði á flugvöllum og því um líkt.
Námið er tvíþætt: Bóklegur hluti í 10 vikur og fer fram á venjulegum dagvinnutíma, seinni hlutinn er starfsþjálfun í 16 til 20 vikur í flugfjarskiptadeild Isavia ANS í Grafarvogi. Sú þjálfun fer fram í vaktavinnu. Þeim sem standast lokapróf verður boðið starf flugfjarskiptamanns. Um vaktavinnu er að ræða.
Lesa má nánar um Flugfjarskipti Isavia ANS hér
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Tölvukunnátta og góður skrifhraði á tölvu
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
- Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknarfrestur frá: 03.10.2025
Umsóknarfrestur til: 19.10.2025
Nemar þurfa að vera tilbúnir að gangast undir heyrnarpróf, vélritunarpróf og lesblindupróf.
Nánari upplýsingar veitir Brynjar I. Magnússon deildarstjóri í gegnum netfangið brynjar.magnusson@isavia.is