Viltu móta framtíðina í þjálfun flugleiðsöguþjónustu – leitum eftir kennsluráðgjafa

Sækja um

Þjálfun Isavia ANS leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í fullt starf kennsluráðgjafa sem vill taka virkan þátt í að móta framtíð þjálfunar í flugleiðsöguþjónustu. Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og áhrifamikið starf hjá framsækinni þjálfunardeild sem ber ábyrgð á ný- og síþjálfun um 300 sérfræðinga, þar á meðal, flugumferðarstjóra, flugfjarskiptamanna, flugradíómanna, fluggagnafræðinga og tæknifólks.

Kennsluráðgjafi gegnir lykilhlutverki í að þróa og styrkja kennsluhætti, efla faglegt kennsluumhverfi og styðja við stöðuga nýliðun og færniþróun innan greinarinnar. Starfið felur í sér náið samstarf við kennara, þjálfunarstjóra og stjórnendur, þar sem unnið er markvisst að framtíðarsýn þjálfunar.

Helstu verkefni og ábyrgð:
  • Kennslufræðileg þróun, ráðgjöf og stuðningur við kennara
  • Ráðgjöf til stjórnenda varðandi skipulag fræðslu, kennsluhætti og miðlun upplýsinga
  • Gerð og þróun námsefnis og leiðbeininga á sviði kennslu og þjálfunar
  • Umsjón með kennslu- og námsumsjónarkerfum þjálfunar
  • Framkvæmd kennslumats og eftirfylgni með gæðum, samræmi og varðveislu námsefnis
  • Samskipti og upplýsingagjöf varðandi kennslu og nám innan þjálfunardeildar
  • Þátttaka í verkefnum deildarinnar, m.a. við skipulagningu kennsluhalds, prófa, skráningar o.fl.
Menntunar og hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af kennsluráðgjöf, þróun kennsluhátta eða sambærilegu starfi
  • Þekking og reynsla af skipulagningu fræðslu og kennslu
  • Reynsla af fjarkennslu- og námsumsjónarkerfum
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og geta til miðlunar upplýsinga á árangursríkan hátt
  • Frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð og reynsla af verkefnastjórnun
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti

Umsóknarfrestur frá: 16.12.2025

Umsóknarfrestur til: 11.01.2026

Frekari upplýsingar um starfið veitir Elín Anna Gísladóttir, deildarstjóri í gegnum elin.gisladottir@isavia.is.

Sækja um