Meðferð persónuupplýsinga
Isavia ANS
Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra á vegum Isavia ANS, lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga („persónuverndarlög“).
Isavia ANS gætir þess að sú vinnsla persónuupplýsinga sem Isavia ANS hefur með höndum, sem ábyrgðaraðili vinnslu, sé í samræmi við persónuverndarlög.
Hér að neðan er að finna upplýsingar um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í gegnum vef Isavia ANS. Hér að neðan er einnig að finna upplýsingar um réttindi þín og hvernig þú getur nýtt þau.
Persónuverndarfulltrúi Isavia samstæðunnar hefur eftirlit með því að farið sé eftir lögum og reglum um persónuvernd í starfsemi félagsins. Fyrirspurnum, athugasemdum og ábendingum varðandi persónuupplýsingar og persónuvernd er unnt að beina á personuvernd@isavia.is
Vera má að þú látir okkur í té með beinum eða óbeinum hætti persónuupplýsingar er varða þig, til dæmis þegar nýtir þér þjónustu sem við bjóðum á vefsíðu okkar, hefur samband við okkur gegnum vefgátt eða með öðrum hætti. Þessar upplýsingar geta verið:
- Persónugreinanlegar upplýsingar – nafn, heimilisfang, netfang, kennitala, símanúmer o.s.frv.
- Greiðsluupplýsingar – greiðslukortaupplýsingar
Upplýsingar sem við söfnum um þig þegar þú nýtir þér þjónustu okkar þá getur verið að við söfnum eftirfarandi upplýsingum:
- Persónugreinanlegar upplýsingar – t.d. nafn, netfang og símanúmer
- Upplýsingar um vöru eða þjónustu – upplýsingar um þá vöru eða þjónustu sem þú kaupir af okkur
- Fjárhagsupplýsingar – t.d. upplýsingar um það ef greiðslukortið þitt er lokað
- Viðskiptasaga – upplýsingar um kaup, greiðslur og greiðslukortasamþykki vegna fyrri kaupa
- Upplýsingar um samskipti þín við Isavia ANS gegnum heimasíðu félagsins
- Upplýsingar um tæki – IP-tala, tungumálastillingar, vafrastillingar, tímabeltisstillingar o.fl.
- Landfræðilegar upplýsingar – landfræðileg staðsetning
- Starfsumsóknir - umsækjendur um störf hjá Isavia ANS
Þær upplýsingar sem þú lætur okkur í té auk upplýsinga um vöru eða þjónustu og fjárhagsuppýsingar eru nauðsynlegar til þess að við getum efnt okkar samningsskyldur gagnvart þér (veitt umbeðna þjónustu). Tilgangur söfnunar annarra upplýsinga er skýrður hér á eftir.
Allar þær upplýsingar sem Isavia ANS safnar eru nýttar til þess að framkvæma og bæta þjónustu fyrirtækisins við viðskiptavini. Þannig söfnum við þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að efna samningssamband eða til að svara fyrirspurnum þínum.
Isavia ANS miðlar ekki persónuupplýsingum til óviðkomandi aðila. Í sumum tilfellum er upplýsingum miðlað sé svo nauðsynlegt vegna tiltekinnar vinnslu upplýsinganna og þá einungis í þeim tilgangi sem tilgreindur er.
Isavia ANS varðveitir þínar persónuupplýsingar með öruggum hætti samkvæmt persónuverndarreglum og verklagi sem á við hverju sinni.
Það er mismunandi hversu lengi við geymum upplýsingarnar. Isavia ANS fellur undir lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og öll mál sem varðveita skal samkvæmt þeim eru geymd í 30 ár og að því loknu færð til Þjóðskjalasafns Íslands. Þetta á t.d. við um beiðnir um fyrirspurnir á grundvelli upplýsingalaga og fyrirspurnir sem berast gegnum „hafðu samband“ form á vefnum . Önnur gögn er innihalda persónuupplýsingar eru einungis geymd í þann tíma sem nauðsynlegt er og að þeim tíma loknum er þeim eytt í samræmi við verklag Isavia ANS þar um.
Þú átt rétt á að fá upplýsingar um hvort unnar séu persónuupplýsingar um þig og sé svo, aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við varðveitum um þig, ásamt upplýsingum um vinnsluna samkvæmt persónuverndarlögunum. Þú getur einnig í einhverjum tilvikum átt rétt á því að:
- Draga samþykki þitt til baka
- Láta leiðrétta persónuupplýsingar
- Persónuupplýsingum sé eytt
- Andmæla vinnslu persónuupplýsinga
- Takmarka vinnslu persónuupplýsinga
- Flytja persónuupplýsingar til þriðja aðila
Viljir þú nýta rétt þinn vinsamlegast fylltu út form sem finna má hér.
Isavia ANS fellur undir lög um opinber skjalasöfn og er óheimilt að breyta eða eyða gögnum sem varðveitast samkvæmt lögunum nema að fengnu leyfi Þjóðskjalasafns Íslands. Einstaklingar geta þó átt rétt á að gögn verði leiðrétt og að athugasemdir séu geymdar með þeim.
Google Analytics
- Fótspor sem notuð eru til að safna upplýsingum um hvernig vefsíðan er notuð. Við notum upplýsingarnar við skýrslugerð í þeim tilgangi að gera síðuna notendavænni. Fótsporin safna upplýsingunum með dulkóðun, sem dæmi fjöldi notenda síðunnar, hvaðan notendur koma og hvaða síður á vefsíðunni það heimsótti.
Stillingar.is
- Fótspor sem notuð eru til að stilla sem best aðgengi að vefnum fyrir notendur með lestrarerfiðleika, t.d. vegna lesblindu eða sjónskerðingar.
Siteimprove
- Fótspor notað til að halda utan um gæði efnis á vefnum.
Facebook Advertising
- Fótspor sem notuð eru til að birta auglýsingar Isavia ANS til notenda á Facebook sem hafa heimsótt ans.isavia.is.
Það að leyfa fótspor er ekki alltaf nauðsynlegt fyrir vefsíðuna og grundvallar virkni hennar. Samt sem áður, með því að leyfa þau getum við bætt upplifun þína á síðunni. Þú getur eytt út eða lokað á þessi fótspor, en með því mun ákveðin virkni eða þættir á síðunni ekki virka sem skyldi. Með því að smella á "Leyfa fótspor" á borðanum sem birtist neðst á síðunni, samþykkir þú notkun fótspora. Þú getur breytt stillingum og afturkallað samþykki þitt með því að ýta á tannhjólið í vinstra horni síðunnar.
Þú átt rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna meðferðar á persónuupplýsingum þínum. Komi upp ágreiningur um meðferð persónuupplýsinga er unnt að senda kvörtun til Persónuverndar, nánari upplýsingar má finna á personuvernd.is