Starfsmaður í fasteigna- og aðbúnaðarþjónustu

Sækja um

Ertu fljót/ur að bregðast við, hugsar í lausnum og kannt til verka þegar kemur að almennu viðhaldi... þá langar okkur að kynnast þér!

Hlutverk fasteigna- og aðbúnaðarþjónustu er að tryggja að fasteignir Isavia ANS standist kröfur um öryggi, aðbúnað og snyrtileika.

Við leitum eftir sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi í verkefni við rekstur og viðhald fasteigna. Viðkomandi ber ábyrgð á að fasteignir, viðhald og þjónusta tengd fasteignum sé vel við haldið. Um er að ræða fjölbreytt, áhugavert og krefjandi starf þar sem skipulags- og samskiptahæfileikar fá að njóta sín. Við leitum að liprum liðsfélaga sem getur tekið til hendinni, forgangsraðað hratt og séð tækifærin.

- Viðkomandi þarf jafnframt að taka þátt í að skapa góða liðsheild, stuðla að uppbyggjandi menningu og góðum samskipti.

Helstu verkefni og ábyrgð:
  • Daglegt eftirlit og viðhald á fasteignum fyrirtækisins
  • Umhirða lóða, bílastæða og hálkuvarnir
  • Aðstoð við undirbúning funda og annarra viðburða
  • Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast bættri aðstöðu starfsfólks og gesta
Menntunar og hæfniskröfur:
  • Reynsla af almennri viðhaldsvinnu
  • Iðnmenntun er kostur
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Hæfni og geta til að færast hratt milli verkefna
  • Skipulag, stundvísi og fagleg vinnubrögð
  • Mjög góð samskiptahæfni og vilji til liðsheildar – vinnum sem eitt teymi

Umsóknarfrestur frá: 29.08.2025

Umsóknarfrestur til: 14.09.2025

Við bjóðum

  • Fjölbreyttan og krefjandi vinnudag þar sem enginn dagur er eins
  • Öfluga liðsheild innan Isavia ANS og uppbyggjandi vinnumenning
  • Aðstöðu, tæki og tól í hæsta gæðaflokki

Nánari upplýsingar veitir Sindri Bæring Halldórsson í gegnum netfangið sindri.halldorsson@isavia.is

Sækja um