Kerfisstjóri hjá Isavia ANS

Sækja um

Viltu sinna fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í líflegu umhverfi sem sér um rekstur kerfa tengdum flugleiðsögu? CNS deild á tæknisviði Isavia ANS leitar að skipulögðum og metnaðarfullum kerfisstjóra til að sjá um uppsetningu, rekstur og viðhald á kerfum deildarinnar. Um er að ræða dagvinnu með sveigjanlegum vinnutíma á fjölskylduvænum vinnustað.

Helstu verkefni og ábyrgð kerfisstjóra

  • Rekstur og viðhald á:
    • Netþjónum, útstöðvum og netkerfum
    • Vélbúnaði og stýrikerfum
    • Veflausnum og vefumhverfi
    • Tölvu- og tækjasölum
    • Önnur sérhæfð kerfi i í rekstri hjá CNS
  • Skráningar og gagnavinnsla í upplýsingakerfum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. net- og kerfisstjórnun, tölvunarfræði eða annað sambærilegt nám
  • Þekking á rekstri Linux og Windows stýrikerfum og á rekstri almennra tölvu- og netkerfa
  • Þekking á Cisco og Fortinet búnaði er kostur
  • Þekking á sýndarlausnum (VMWare og OpenShift) er kostur
  • Grunnþekking á forritunarmálum og API samskiptum er kostur
  • Þekking á Grafana stack, Zabbix og Netbox er kostur
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð ensku kunnátta, bæði í orði og riti

Nánari upplýsingar veitir Óskar Egilsson rekstrarstjóri hjá CNS, oskar.egilsson@isavia.is

Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2025.

CNS er 21 manna deild hjá Isavia ANS, dótturfélagi Isavia ohf.

Hjá Isavia ANS starfa um 280 einstaklingar sem nýta þekkingu sína og hæfileika til að sinna áskorunum í síbreytilegu og líflegu starfsumhverfi.

Umsóknarfrestur frá: 17.01.2025

Umsóknarfrestur til: 27.01.2025

Hafa samband: Óskar Egilsson

Sækja um