Almenn umsókn Isavia ANS 2024

Sækja um

Við hjá Isavia ANS erum reglulega að leita að glaðlyndum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugleiðsögu og tengdum verkefnum á flugstjórnarsvæði okkar.

Isavia ANS er er framsækið fyrirtæki sem hefur á að skipa hæfu starfsfólki sem sinnir starfi sínu af alúð og áhuga. Við leggjum áherslu á starfsánægju og að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun til að sinna sínu starfi og tækifæri til að þróast.

Við leitum eftir starfsfólki sem sýnir frumkvæði, er sjálfstætt í vinnubrögðum, er jákvætt og hefur góða samskiptahæfileika.

Þau sem hafa áhuga á að starfa í góðu starfsumhverfi með góðum samstarfsfélögum eru hvött til að sækja um starf.

Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi.

Almenn umsókn um starf hjá Isavia kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt.

Umsóknarfrestur frá: 01.01.2024

Umsóknarfrestur til: 31.12.2024

Hafa samband: Þórunn Auðunsdóttir

Sækja um