Til baka

Uppsetning EGNOS V3 jarðstöðva á Keflavíkurflugvelli og Hleinargarði

EGNOS V2 er leiðréttingakerfi fyrir GNSS og en kerfið samanstendur af 40 jarðstöðvum sem staðsettar eru víðsvegar um Evrópu, norður-Afríku og Ameríku en tvær af þessum jarðstöðvum eru staðsettar á Íslandi, í flugstjórnarmiðstöðinni og á Egilsstaðaflugvelli.

Isavia ANS annast rekstur EGNOS V2 jarðstöðvanna á Íslandi. Nú stendur yfir allsherjar uppfærsla á EGNOS kerfinu þar sem nýtt kerfi, EGNOS V3 mun taka við af EGNOS V2 í árslok 2026. Rekstraraðili EGNOS ákvað að setja upp nýjar V3 EGNOS jarðstöðvar á Keflavíkurflugvelli (sjá mynd 1) og á Hleinargarði (sjá mynd 2) sem er nálægt Egilsstöðum. CNS kerfi ásamt Raftæknideild hafa séð um verkefnisstjórn og uppsetningu á kerfum og búnaði fyrir EGNOS V3 jarðstöðvarnar. EGNOS V3 stöð er búin tvöföldu hita og raka kerfi, eftirlitskerfi, aðgangskerfi, varaafli (UPS og varavél), línu-netkerfi og slökkvikerfi að auki þarf að koma fyrir lagnakerfi og undirstöðum fyrir EGNOS loftnetin.

Staðan á EGNOS V3 verkinu er að Keflavíkur jarðstöðin verður tilbúin í lok nóvember til að taka við sjálfum EGNOS búnaðinum sem samanstendur af EGNOS tækjum og þremur loftnetum.

Verið er að setja upp nýjar EGNOS V3 jarðstöðvar á Keflavíkurflugvelli og Hleinargarði við Egilsstaði sem taka munu við af EGNOS V2 jarðstöðvunum sem eru í rekstri hjá Isavia í flugstjórnarmiðstöðinni og á Egilsstaðaflugvelli.
Verið er að setja upp nýjar EGNOS V3 jarðstöðvar á Keflavíkurflugvelli og Hleinargarði við Egilsstaði sem taka munu við af EGNOS V2 jarðstöðvunum sem eru í rekstri hjá Isavia í flugstjórnarmiðstöðinni og á Egilsstaðaflugvelli.
EGNOS V3 jarðstöðin á Hleinargarði
EGNOS V3 jarðstöðin á Hleinargarði
Eftirlitsaðilar EUSPA (Fatima og Oliver) við EGNOS V3 jarðstöðina í október 2022
Eftirlitsaðilar EUSPA (Fatima og Oliver) við EGNOS V3 jarðstöðina í október 2022