Til baka

Umbætur í flugleiðsögu yfir Grænlandi

Isavia ANS hefur innleitt nýjan hliðaraðskilnað byggðan á GNSS í aðflugssvæðinu við Kangerlussuaq flugvöll sem er sá sami og notaður er í efra loftrýminu sem stjórnað er af Isavia ANS frá Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Breytingin gerir flugumferðarstjórum kleift að nýta loftrýmið betur og þar með koma til móts við óskir flugmanna sem fljúga um flugvöllinn, minnka eldsneytisnotkun og útblástur koltvíoxíðs.

CNS tæknimenn Mittarfeqarfiit (rekstraraðili flugvallarins) ásamt flugumferðarstjórum Isavia ANS í flugturni Kangerlussuaq

Samhliða innleiðingunni hafa ATS flugleiðir sem byggja á GNSS verið uppfærðar í samvinnu við flugfélög, dönsk yfirvöld (Trafikstyrelsen) og Naviair. Þessa breytingar liðka fyrir því að flugvélar fljúgi í hærri og hagstæðari hæðum sem sömuleiðis minnkar eldsneytisnotkun og útblástur koltvíoxíðs.