Til baka

Isavia og Tern Systems undirrita samning um Orion ökuherminn á Keflavíkurflugvelli

Sérfræðingar á Keflavíkurflugvelli hafa stutt við þróun Orion Driver ökuhermisins. Honum er ætlað að auka við öryggi á Keflavíkurflugvelli. Samningurinn markar merkan áfanga í langtímasamvinnu fyrirtækjanna tveggja.

„Við hjá Isavia erum mjög ánægð með samstarfið við Tern og þá tækni sem félagið býður upp á,“ segir Anna Björk. „Með Orion ökuherminum bætum við og nútímavæðum þjálfun ökumanna á Keflavíkurflugvelli. Í dag er öll akstursþjálfun á vellinum á vettvangi og þá þegar flugumferð um svæðið er lítil. Það eru þó ekki raunverulegar aðstæður. Nú getum við lágmarkað umferð innan vallar enn frekar með því að færa þjálfun í herminn og ökumenn fá að reyna sig í umhverfi sem býður upp á raunverulegar aðstæður undir stýri á Keflavíkurflugvelli.“