Í dag er stór dagur í Flugstjórnarmiðstöðinni vegna innleiðingar 15 NM TtT ATS Surveillance aðskilnaðar. Undirbúningur hefur staðið yfir frá 2021 með samráði innan NAT Region.
Eftir innleiðingu er gert ráð fyrir að 95% flugs innan íslenska flugstjórnarsvæðisins geti nýtt ATS Surveillance aðskilnað (15, 10 eða 5NM, sjá mynd) og því hægt að nýta loftrýmið betur, minnka eldsneytiseyðslu og CO2 útblástur.

Þetta eru merkileg tímamót þar sem við verðum fyrst í heiminum til að leyfa notkun þessa aðskilnaðar. Verkefnahópurinn fagnar innleiðingu og óskar öllum til hamingju með þennan áfanga.
