Nú höfum við hjá Isavia ANS tekið við rafrænum sjónflugsáætlunum í um 1,5 ár. Í upphafi var þessi leið valmöguleiki fyrir flugmenn en síðan síðasta vetur er gerð sú krafa að allar sjónflugsáætlanir séu lagðar inn rafrænt. Ef þörf krefur er þó hægt að hringja í miðlægt símanúmer og fá aðstoð við að leggja inn rafræna sjónflugsáætlun.
Nú höfum við farið í gegnum fyrsta sumarið með þessu fyrirkomulagi og hefur verið nóg að gera. Metdagur var 29. ágúst síðastliðinn þegar að rúm 180 plön bárust okkur á einum degi. Fluggagnafræðingar sinna úrvinnslu þessara flugáætlana og hafa staðið sig vel við að afgreiða þær hratt og örugglega.