Til baka

Rafrænar sjónflugsáætlanir

Hér má sjá fjölda rafrænna sjónflugsáætlana frá 19. ágúst til 16. september
Hér má sjá fjölda rafrænna sjónflugsáætlana frá 19. ágúst til 16. september. Fjöldinn er í lang flestum tilfellum mjög veðurháður.

Nú höfum við hjá Isavia ANS tekið við rafrænum sjónflugsáætlunum í um 1,5 ár. Í upphafi var þessi leið valmöguleiki fyrir flugmenn en síðan síðasta vetur er gerð sú krafa að allar sjónflugsáætlanir séu lagðar inn rafrænt. Ef þörf krefur er þó hægt að hringja í miðlægt símanúmer og fá aðstoð við að leggja inn rafræna sjónflugsáætlun.

Nú höfum við farið í gegnum fyrsta sumarið með þessu fyrirkomulagi og hefur verið nóg að gera. Metdagur var 29. ágúst síðastliðinn þegar að rúm 180 plön bárust okkur á einum degi. Fluggagnafræðingar sinna úrvinnslu þessara flugáætlana og hafa staðið sig vel við að afgreiða þær hratt og örugglega.

Hér má sjá fjölda rafrænna sjónflugsáætlana frá 19. ágúst til 16. september. Fjöldinn er í lang flestum tilfellum mjög veðurháður.
Hér má sjá fjölda rafrænna sjónflugsáætlana frá 19. ágúst til 16. september. Fjöldinn er í lang flestum tilfellum mjög veðurháður.

Rafrænar sjónflugsáætlanir berast okkur ýmist í gegnum vefsíður eða önnur forrit sem svo áframsenda flugáætlunina til okkar, t.d. í gegnum Cronos, sem er okkar eigið kerfi, eða með símtali þar sem starfsmenn Iceland Radio eða fluggagnafræðingar taka við símtalinu og skrá flugáætlunina rafrænt. Það sem af er þessu ári hefur skiptingin á milli þessara þriggja leiða verið eftirfarandi:

Það er jákvætt að sjá að 100% sjónflugsáætlana eru orðnar rafrænar og 96% koma beint frá notendum. Eitthvað hefur þó borið á því að notendur bíði ekki eftir formlegu samþykki (ACK skeyti) frá Isavia ANS en vert er að nefna það að viðbúnaðarþjónusta er ekki veitt nema að ACK skeyti hafi borist notanda. Er það á ábyrgð notanda að tryggja að slíkt skeyti hafi borist, sjá nánar í ENR 1.10 á https://eaip.isavia.is/.