Eldgos er hafið á Reykjanesskaga - Helstu upplýsingar um eldgos á svæðinu má nálgast á vef Veðurstofu Íslands og vef Almannavarna.

Til baka

Rafmagnsflugvél í farþegaflug í fyrsta sinn á Íslandi

Matthías, Katrín, Sigrún, Kjartan og Friðrik við flugvélina
Matthías, Katrín, Sigrún, Kjartan og Friðrik við flugvélina

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, voru fyrstu farþegarnir og flogið var með þau sitt í hvoru lagi og þar með stigin mikilvæg skref í orkuskiptum flugsamgangna.

Flugvélin sem ber skráninguna TF-KWH er tveggja sæta af gerðinni Pipistrel og er framleidd í Slóveníu. Hún er á stærð við þær vélar sem notaðar eru í flugkennslu hér á landi og er fyrsta rafdrifna flugvélin sem fær flughæfiskírteini á Íslandi.

Félagið Rafmagnsflug ehf. flutti rafmagnsflugvélina til landsins með það að markmiði að taka frumkvæði í orkuskiptum í flugi, þjálfa starfsfólk í þessari nýju tækni og kynna hana fyrir landsmönnum. Rafmagnsflug ehf. var stofnað af Matthíasi Sveinbjörnssyni og Friðriki Pálssyni í árslok 2021 en þeir hafa unnið að því síðastliðin þrjú ár að fá rafmagnsflugvélina til landsins.