Til baka

Minnkaður brautaraðskilnaður

Innleiddur hefur verið minnkaður brautaraðskilnaður á Keflavíkur-, Reykjavíkur- og Akureyrarflugvöllum sem eykur öryggi aog afkastagetu flugvallanna.

Nýjar reglur taka skýrt fram fyrir hverja og undir hvaða skilyrðum má beita minnkuðum brautaraðskilnaði. Reglurnar eru birtar notendum í AIP ICELAND.

Flugumferðarstjórar í flugturnum Keflavíkur-, Reykjavíkur- og Akureyrarflugvalla hafa allir fengið þjálfun og kennslu í hermi. Þessi breyting er talinn auka öryggi og afkastagetu flugvallanna þriggja.

Frekari upplýsingar um minnkaðan brautaraðskilnað flugvallanna má finna í AIP Iceland AD 2.20 SVÆÐISBUNDNAR UMFERÐARREGLUR fyrir viðeigandi flugvöll.