Eldgos er hafið á Reykjanesskaga - Helstu upplýsingar um eldgos á svæðinu má nálgast á vef Veðurstofu Íslands og vef Almannavarna.

Til baka

Metin falla í flugstjórnarmiðstöðinni

Í ágústmánuði voru ný met slegin bæði yfir fjölda flugvéla sem fóru í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið og heildarfjölda floginna kílómetra. Alls fóru 22.568 vélar í gegnum svæðið og flugu þær samtals 32.025.038 km. Ágústmánuður er annar mánuðurinn í röð sem við sjáum met falla en júlímánuður sló einnig fyrri met.

Eins og staðan er núna, þá stefnir í að heildarfjöldi véla í úthafssvæðinu okkar fari yfir 200.000 á árinu. Það verður mjög spennandi að sjá hvort að það raungerist!

Þess má líka geta að aukning í ágúst mánuði milli ára var 5,4%, en ágúst 2023 var stærsti mánuður þess árs og í raun stærsti mánuðurinn þar til metið var slegið í júlí 2024.

Meðfylgjandi mynd er af umferðinni þann 20 ágúst kl. 13:24