Til baka

Konur héldu um alla tauma í Flugstjórnarmiðstöðinni

Það er orðið algengara og algengari að einvörðungu konur manni allar stöður í flugstjórnarmiðstöðinni og stjórni flugumferðinni um flugstjórnarsvæðið enda er kynjahlutfallið óðum að jafnast en konur eru nú ríflega 30% flugumferðarstjóra hjá Isavia ANS.

Flugstjórnarmiðstöðin er staðsett við Reykjavíkurflugvöll en þar fer fram stjórnun flugumferðar í aðflugssvæði inn til Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar í innanlandssvæði og í úthafssvæðinu sem sameiginlega er kallað íslenska flugstjórnarsvæðið. Það nær yfir um fimm og hálfa milljón ferkílómetra og er eitt stærsta flugstjórnarsvæði heims.

Bryndís Bára Þórðardóttir, flugumferðarstjóri, stjórnaði aðflugi fyrir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll, Halldóra Klara Valdimarsdóttir, aðalvarðstjóri, stjórnaði innanlandsdeild og neðri hæðum í suður sektor. Inga Sonja Emilsdóttir, flugumferðarstjóri, stjórnaði hærri hæðum í suður sektor, Erna Katrín Árnadóttir, flugumferðarstjóri, stjórnaði austur sektor, Kristín Ósk Guðmundsdóttir, fluggagnafræðingur, stjórnaði fjarritun og Hildur Albertsdóttir, flugumferðarstjóri, stjórnaði norður og vestur sektor. Þá var Hildur Björg Aradóttir, aðalvarðstjóri í Flugstjórnarmiðstöð, nýlega staðin upp frá vinnustöð sinni þegar myndbandið hér að neðan var tekið.

Frá vinstri: Bryndís Bára Þórðardóttir, Hildur Albertsdóttir, Halldóra Klara Valdimarsdóttir, Kristín Ósk Guðmundsdóttir, Inga Sonja Emilsdóttir og Erna Katrín Árnadóttir.
Frá vinstri: Bryndís Bára Þórðardóttir, Hildur Albertsdóttir, Halldóra Klara Valdimarsdóttir, Kristín Ósk Guðmundsdóttir, Inga Sonja Emilsdóttir og Erna Katrín Árnadóttir.