Eldgos á Reykjanesskaga – að svo stöddu hafa eldsumbrotin ekki áhrif á flugumferð. Nánari upplýsingar á vef Almannavarna og á vef Veðurstofunnar.

Til baka

Isavia ANS innleiðir hæfisbundna leiðsögu (PBN)

Isavia ANS hefur gefið út áætlun um innleiðingu hæfnibundinnar leiðsögu (PBN) fyrir Ísland í skjalinu PBN Transition plan for ICELAND í samræmi við reglugerð 444/2020 og framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnar ESB 2018/1048.

„Innleiðing hæfnibundinnar leiðsögu á Íslandi felur í sér aukið öryggi við gerð flugferla,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS.

Við gerð staðlaðra leiðar-, aðflugs- og brottflugs flugferla verður ekki lengur byggt á óstefnuvirkum vitum þ.e. radíóvitum (NDB vitum eða Non-directional beacons) heldur þeirri tækni sem felst í GNSS kerfi (Global Navigation Satellite System), þ.e. hnattrænt leiðsögukerfi til staðsetningar.

Áætlunin, sem unnin var í samráði við notendur og flugvelli, er uppfærð árlega að hausti.