Arctic Circle var haldið í tíunda sinn dagana 19-21. október.
Á málstofu Isavia ANS sem haldin var sem hluti af þingi Hringborðs Norðurslóða var flugiðnaðurinn á norðurslóðum í brennidepli. Málstofan fór fram föstudaginn 20. október þar sem Kjartan Briem framkvæmdarstjóri Isavia ANS og Franklin McIntoch, aðstoðarrekstrarstjóri flugmálastjórnar Bandaríkjanna, FAA héldu erindi á ráðstefnunni á Reykjavík Edition Hotel.
Á málstofunni var meðal annars rætt um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu, um það hvernig mismunandi þjónustuveitendur um allan heim eru að vinna saman til þess að samhæfa allar aðgerðir og ferla svo flugið geti gengið sem hnökralaust fyrir sig. Þar kom einnig fram hvernig Ísland væri til fyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir hvað varðar öryggismál í flugi, til dæmis þegar að eldgos eiga sér stað, en hér á landi fara reglulega fram æfingar þar sem viðbrögð við byrjun á gosi eru æfð og þá hvaða ráðstafanir þarf að gera.
Rætt var um vistvæna framtíð í flugi og hvernig stöðugt sé verið að leita leiða til þess að minnka kolefnisfótspor flugiðnaðarins, þá var einnig talað um markmið Isavia um kolefnishlutleysi árið 2030.