Eldgos á Reykjanesskaga – að svo stöddu hafa eldsumbrotin ekki áhrif á flugumferð. Nánari upplýsingar á vef Almannavarna og á vef Veðurstofunnar.

Til baka

Isavia ANS á Arctic Circle 2023

Arctic Circle var haldið í tíunda sinn dagana 19-21. október.

Á málstofu Isavia ANS sem haldin var sem hluti af þingi Hringborðs Norðurslóða var flugiðnaðurinn á norðurslóðum í brennidepli. Málstofan fór fram föstudaginn 20. október þar sem Kjartan Briem framkvæmdarstjóri Isavia ANS og Franklin McIntoch, aðstoðarrekstrarstjóri flugmálastjórnar Bandaríkjanna, FAA héldu erindi á ráðstefnunni á Reykjavík Edition Hotel.

Á mál­stof­unni var meðal ann­ars rætt um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu, um það hvernig mis­mun­andi þjón­ustu­veit­end­ur um all­an heim eru að vinna sam­an til þess að sam­hæfa all­ar aðgerðir og ferla svo flugið geti gengið sem hnökralaust fyr­ir sig. Þar kom einnig fram hvernig Ísland væri til fyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir hvað varðar öryggismál í flugi, til dæmis þegar að eldgos eiga sér stað, en hér á landi fara reglu­lega fram æf­ing­ar þar sem viðbrögð við byrj­un á gosi eru æfð og þá hvaða ráðstaf­an­ir þarf að gera.

Rætt var um vistvæna framtíð í flugi og hvernig stöðugt sé verið að leita leiða til þess að minnka kolefnisfótspor flugiðnaðarins, þá var einnig talað um markmið Isavia um kolefnishlutleysi árið 2030.