Eldgos á Reykjanesskaga – að svo stöddu hafa eldsumbrotin ekki áhrif á flugumferð. Nánari upplýsingar á vef Almannavarna og á vef Veðurstofunnar.

Til baka

Inntökuferli nema í flugumferðarstjórn lokið

Ráðningaferli nema í flugumferðarstjórn er lokið og voru 16 nemar valdir sem hefja nám í haust.

12 af 16 nemum sem hefja nám í flugumferðarstjórn í september 2022
12 af 16 nemum sem hefja nám í flugumferðarstjórn í september 2022

Í byrjun árs hófum við inntökuferlið fyrir nám í flugumferðastjórn og fengum við um 270 umsóknir. Í mars og apríl stóð formlegt inntökuferli yfir og skipist það í nokkra hluta þar sem fækkaði í hópi umsækjenda eftir hvern hluta. Í fyrstu tveimur hlutunum voru tölvupróf sem fækkaði umsækjendum í 60 og fóru þau öll í svokallaða matsmiðstöð þar sem tekin voru nokkur viðtöl við alla umsækjendur. Síðasti hluti inntökuferilsins var hermaæfing sem 36 manns þreyttu og eftir það voru 16 einstaklingar valdir, 7 konur og 9 karlar á aldrinum 19 – 33 ára.

Þann 30. maí komu 12 af þeim 16 nemum sem hefja nám í haust til okkar í Isavia ANS til kynningar og upplýsingagjafar um námið og starfsemina. Þau fóru m.a. í heimsókn inn í Flugstjórnarmiðstöðina sem og um húsnæði Þjálfunar.

Námið skiptist í 3 hluta, Basic, Rating og Unit og mun Basic námið hefjast í byrjun september. Í Basic hluta námsins er hópurinn allur saman en eftir það skiptist hann upp eftir því á hvaða starfsstöð þau fara í þjálfun en þær skiptast í Reykjavíkurturn, Keflavíkurturn og svæðisstjórn í Flugstjórnarmiðstöðinni.

Þessi 16 manna hópur er einn af þeim stærri sem við höfum tekið inn í námið í einu og erum við afar spennt fyrir því að taka á móti þessum flotta hópi.

Gert er ráð fyrir að fyrstu nemar úr þessum hópi útskrifast sem flugumferðarstjórar sumarið 2024 en þeir síðustu í lok árs 2024.