️Dagana 17.–18. september fengum við formlega heimsókn frá tveimur starfsmönnum UkSATSE, flugleiðsöguveitanda Úkraínu. Þeir Valentyn Tataryntsev og Oleksiy Bochelyuk komu í höfuðstöðvar Isavia ANS þar sem þeir voru boðnir velkomnir af Kjartani Briem, Hans L. Karlssyni og Þórdísi Sigurðardóttur.
Fyrir heimsóknina hafði borist formlegt bréf frá UkSATSE þar sem kom m.a. fram hvaða atriði væru helst í forgangi að fá upplýsingar um. Dagskráin var þétt og hér fyrir neðan má sjá kynningarnar sem þeir fengu.
Miðvikudagur 17. september
- Kynning á starfsemi Isavia ANS (Kjartan Briem)
- Kynning á UkSATSE og áhrifum innrásar Rússa á innviði þeirra (Oleksiy Bochelyuk)
- Kynning á ADS-B notkun hjá Isavia ANS (Arnar Þórarinsson)
- Kynning á áhrifum spoofing/jamming í flugstjórnarsvæði Isavia ANS (Guðmundur Karl Einarsson)
- Kynning á starfsemi CNS deildarinnar og búnaði sem boðinn var til UkSATSE (Þorsteinn Jóhannesson)
- Kynning á stöðu verkefnisins Digital/Remote BIRK tower (Sævar Birgisson)
- Að lokum var farið í skoðunarferð um fyrirtækið
Fimmtudagur 18. september
- Kynning á starfsemi Flugfjarskipta í Gufunesi (Lilja G. Magnúsdóttir)
- Kynning á starfsemi Tern Systems (Magnús M. Þórðarson), þar sem einnig kom fram að mögulegt væri að nýta vinnuframlag úkraínskra flugumferðarstjóra í framtíðarverkefnum
Heimsóknin var hluti af undirbúningi UkSATSE fyrir enduropnun flugstjórnarsvæðis Úkraínu og þátt þeirra í evrópsku samstarfsverkefni sem styður endurreisn eftirlitskerfa og örugga endurræsingu flugleiðsöguþjónustu í landinu. Isavia ANS er fjórða flugleiðsöguþjónustufyrirtækið sem UkSATSE heimsækir í tengslum við þetta verkefni, en áður hafa þeir farið til LGS, ENAIRE og NAV Portugal.
Valentyn og Oleksiy lýstu mikilli ánægju með heimsóknina og við hjá Isavia ANS erum stolt af því að geta deilt þekkingu og reynslu með kollegum okkar og lagt okkar af mörkum í þessu mikilvæga verkefni.
