Til baka

Geimveður æfing - Eurocontrol 2023

Isavia ANS ásamt Samgöngustofu taka þátt í fjölþjóða geimveðuræfingu sem haldin er dagana 8. og 9. nóvember í höfuðstöðvum Eurocontrol í Brussel.

European Aviation Crisis Coordination Cell (EACCC) sér um framkvæmd æfingarinnar.

Sviðsmynd æfingarinnar eru stór sólargos og áhrif þeirra á eftirfarandi:

· High Frequency (HF) talstöðvasamskipti

· GNSS

· Geislunaráhrif í flugvélum

Markmið æfingarinnar er að skoða hvaða verklag er fyrir hendi hjá þátttökulöndunum og að æfa samskiptafundi og upplýsingagjöf þátttakenda á þeim.

Um það bil 30 þátttakendur voru komir saman í Brussel og svo voru um 60 þátttakendur á Teams.