Til baka

Árangur í samfelldri lækkun fyrir Keflavíkurflugvöll

Frábær árangur hefur náðst varðandi samfellda lækkun (e. Continuous Descent Approach (CDA)) flugvéla á leið til BIKF.

Árið 2016 innleiddi Isavia ANS RNAV STAR ferla fyrir flugvélar á leið til Keflavíkur, AMAN sem er hugbúnaður framleiddur af Tern dótturfyrirtæki Isavia ANS og verklagsbreytingar fyrir flugumferðarstjóra sem miða að því að minnka útblástur CO2 og eldsneytiseyðslu auk þess að minnka hávaðmengun í nágrenni vallarins.

Mikill árangur hefur náðst eins og sést vel í línuriti frá Icelandair hér fyrir neðan, að meðaltali náðist CDA í rúmlega 50% aðflugs að Keflavíkurflugvelli árið 2016 en nú er CDA komið yfir 80%.

Til að uppfylla skilgreiningu á CDA má ekki stoppa lengur en eina mílu í hæð frá því lækkun hefst (TOD) og niður í 3000 fet nema um sé að ræða "aerodynamic step" þegar hægt er á vélinni og afl helst undir 50% á meðan. Flug sem fylgir CDA: *meðaltals eldsneytissparnaður 70 kg*meðaltals minnkun CO2: eldsneytissparnaðurinn í kg x 3,15=220,5kg.
Til að uppfylla skilgreiningu á CDA má ekki stoppa lengur en eina mílu í hæð frá því lækkun hefst (TOD) og niður í 3000 fet nema um sé að ræða "aerodynamic step" þegar hægt er á vélinni og afl helst undir 50% á meðan. Flug sem fylgir CDA: *meðaltals eldsneytissparnaður 70 kg*meðaltals minnkun CO2: eldsneytissparnaðurinn í kg x 3,15=220,5kg.