Eldgos á Reykjanesskaga – að svo stöddu hafa eldsumbrotin ekki áhrif á flugumferð. Nánari upplýsingar á vef Almannavarna og á vef Veðurstofunnar.

Til baka

Flugfjarskipti fá alþjóðavottun

Flug­fjar­skipti Isa­via hafa fengið ISO14001-vott­un frá BSI, Bresku staðlastofn­un­inni. Þessi nýja vott­un staðfest­ir að á starfs­stöðinni er starf­rækt virkt um­hverf­is­stjórn­un­ar­kerfi sam­kvæmt ISO14001-staðlin­um. Flug­fjar­skipt­i eru fyrsta starfs­stöð Isa­via til að fá slíka vott­un.

Hænur á starfsstöð Flugfjarskipta í Grafarvogi
Hænur á starfsstöð Flugfjarskipta í Grafarvogi

Fjar­skipti við flug­vél­ar á ferð yfir Norður-Atlants­hafið eru mik­il­væg­ur hluti af þeirri þjón­ustu sem Isa­via veit­ir. Fjar­skipta­stöðin í Gufu­nesi held­ur uppi tal­fjar­skipt­um á stutt- og metra­bylgju í sam­vinnu við fjar­skipta­stöðina í Ballyg­ir­reen á Írlandi. Starf­sem­in felst í mót­töku og send­ingu á skeyt­um sem varða ör­yggi flugs­ins, þar á meðal eru staðar­ákv­arðanir, flug­hæða-, hraða- og flug­leiðabreyt­ing­ar, veður­skeyti, upp­lýs­ing­ar um lend­ing­ar­skil­yrði á flug­völl­um og annað slíkt.

Mark­mið um­hverf­is­stjórn­un­ar­kerf­is­ins er að hafa eft­ir­lit með og stýra þeim um­hverf­isáhrif­um sem verða af starf­sem­inni. Auk þess er unnið mark­visst að því að minnka áhrif­in. Sett eru metnaðarfull mark­mið í þeim efn­um og unnið að stöðugum um­bót­um og eft­ir­fylgni með þeim.

Mark­miðin tengj­ast um­hverf­is­stefnu Isa­via, mark­miðum Isa­via í tengsl­um við lofts­lags­sátt­mála Reykja­vík­ur­borg­ar og Festu, ásamt öðrum mark­miðum fyr­ir­tæk­is­ins í um­hverf­is­mál­um.

Flug­fjar­skipti hefur einnig lokið fimm græn­um skref­um af verk­efni Um­hverf­is­stofn­un­ar. Þar hafi starfs­stöðin gengið á und­an með góðu for­dæmi:

  • Ríf­lega 60% alls sorps frá starf­sem­inni fer í end­ur­vinnslu.
  • Úrgang­ur er flokkaður í sjö mis­mun­andi flokka.
  • Meiri­hluti alls líf­ræns sorps fer í að fóðra hæn­ur starfs­stöðvar­inn­ar eða í moltu­gerð.
  • Notk­un á heitu og köldu vatni er vöktuð.
  • Eldsneyt­is­notk­un er lág­mörkuð eins og hægt er með stöðugri vökt­un.
  • Inn­kaupa­stefna er vel skil­greind þannig að keypt­ar eru inn um­hverf­is­vottaðar vör­ur ásamt „fair tra­de“ vör­um þar sem það er hægt.
  • Einnota borðbúnaður, eins og t.d. drykkjar­mál, er ekki í notk­un.