Til baka

Eldflaugaskot innan BIRD CTA

Myndaskot frá tilraunarflugi Skyrora á Langanesi 16.08.2020
Myndaskot frá tilraunarflugi Skyrora á Langanesi 16.08.2020

Beiðnum um eldflaugaskot sem hefur áhrif á BIRD CTA er alltaf að fjölga. Þessar beiðnir þurfa að vera samþykktar af Samgöngustofu og hefur hún nýlega samþykkt beiðnir frá tveimur fyrirtækjum um eldflaugaskot.

Áætlað er að Skyrora Ltd. muni skjóta upp Skylark-L frá Langanesi til norðurs. Hægt er að lesa sig til um eldflaugar þeirra hér.

Einnig mun Hylmpulse Tech. skjóta eldflaug frá Saxa Vord stöðinni á Unst, nyrst á Hjaltlandseyjum, hægt er að skoða starfsemi þeirra betur hér.

Bæði þessi skot krefjast samstarfssamninga milli Isavia ANS og viðkomandi fyrirtækis. Einnig verður sett upp hættusvæði sem lokuð verða fyrir blindflug. Þau hættusvæði verða tilkynnt með NOTAM.