Eldgos á Reykjanesskaga – að svo stöddu hafa eldsumbrotin ekki áhrif á flugumferð. Nánari upplýsingar á vef Almannavarna og á vef Veðurstofunnar.

Til baka

Leitar og björgunaræfingar NATO

Dynamic Mercy eru leitar- og björgunaræfingar undir hatti NATO. Flugstjórnarmiðstöðin er þátttakandi í þessum æfingum í samvinnu með stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands. Önnur þátttökulönd eru Færeyjar, Noregur, Grænland, Danmörk, Bretland, Holland, Belgía og Þýskaland.

Gínur sem að notaðar voru í æfingunum
Gínur sem að notaðar voru í æfingunum

Í apríl og maí sl. fóru fram tvær æfingar og var önnur þeirra að æfa flugslys milli Íslands og Færeyja hin æfingin æfði sjóslys milli Færeyja og Skotlands.

Dagana 7.-9. júní komu allir þátttakendurnir saman á rýnifundi í Southampton til að yfirfara æfingarnar og gera lokaskýrslu.