Eldgos er hafið á Reykjanesskaga, það hefur ekki áhrif á flugumferð á þessu stigi. Isavia ANS fylgist náið með þróun mála í samstarfi við viðeigandi stofnanir.
Nánari upplýsingar má finna á vedur.is og almannavarnir.is

Til baka

Drónabannsvæði yfir Sundhnjúkagígaröð

Vegna eldgoss og nauðsynlegs neyðar- og rannsóknarflugs hefur Samgöngustofa að beiðni Aðgerðarstjórnar Almannavarna á Suðurnesjum, bannað allt drónaflug yfir eldstöðvunum við Sundhnjúkagígaröð.

Svæðið nær með beinni línu á milli eftirfarandi hnita:

Litla Skógfell (635424N 0222512W),

Keilir (63563027N 022101228W),

Kleifarvatn (63541461N021593320W),

Húshólmi (63495123N022101737W),

Rás (Grindavík) (63495500N 022273600W),

Bláa Lónið bílastæði (63525800N 022272400W),

Litla Skógfell (635424N 0222512W).

Bannið gildir frá yfirborði (SFC) upp í 1000 fet yfir sjávarmáli (AMSL).

Bannið gildir á tímabilinu 12:00 til 14:00 þann 16. júlí 2025.

Undanþágubeiðnir skal senda til Aðgerðarstjórnar Almannavarna á Suðurnesjum, í gegnum netfangið almannavarnirsudurnes@logreglan.is