Til baka

Drónabannsvæði yfir Reykjanesbæ

Drónabannið er sett að beiðni Lögreglustjórans á Suðurnesjum, í tengslum við Ljósanótt.


Vegna löggæsludrónaflugs í tengslum við menningarhátíðina Ljósanótt 2025 hefur Samgöngustofa að beiðni Lögreglustjórans á Suðurnesjum, bannað allt drónaflug yfir Reykjanesbæ á milli eftirfarandi hnita:

A: 63°59′35″ N, 22°34′07″ W

B: 63°59′44″ N, 22°31′42″ W

C: 64°01′03″ N, 22°32′16″ W

D: 64°01′01″ N, 22°35′07″ W

E: 64°00′08″ N, 22°34′20″ W

Bannið gildir frá yfirborði (SFC) upp í 600 fet yfir sjávarmáli (AMSL).

Bannið gildir frá kl. 12:00 þann 5. september til kl. 08:00 þann 7. september 2025.

Undanþágubeiðnir skal senda til Lögreglustjórans á Suðurnesjum, í gegnum netfangið á uav.sudurnes@logreglan.is

Athugið að fyrir drónaflug innan helgunarsvæðis Keflavíkurflugvallar þarf einnig samþykki flugvallaryfirvalda https://www.kefairport.is/fyrirtaekid/umsoknir