Til baka

Drónabannsvæði yfir gosstöðvum á Reykjanesi

Vegna mælingaflugs er allt drónaflug við gosstöðvarnar nálægt Grindavík bannað miðvikudaginn 7. ágúst kl. 10-16.

Vegna mælingaflugs með dróna hefur Samgöngustofa, að beiðni Aðgerðarstjórnar Almannavarna á Suðurnesjum, bannað allt drónaflug á svæði (BIR70) við gosstöðvarnar nálægt Grindavík sem afmarkast af beinum línum á milli eftirfarandi hnita:

  • 63° 53′ 45.94″ N 22° 18′ 45.24″ W
  • 63° 53′ 46.70″ N 22° 20′ 59.33″ W
  • 63° 54′ 17.23″ N 22° 22′ 15.90″ W
  • 63° 55′ 17.02″ N 22° 21′ 43.99″ W
  • 63° 55′ 47.92″ N 22° 19′ 05.95″ W
  • 63° 54′ 55.35″ N 22° 17′ 28.85″ W
  • 63° 53′ 45.94″ N 22° 18′ 45.24″ W

Bannið gildir frá yfirborði (SFC) upp í 1500 fet yfir sjávarmáli (AMSL).

Bannið gildir á tímabilinu 1000 til 1600 UTC þann 7. ágúst 2025.

Athugið: Nánari upplýsingar eru í NOTAM A0XXX/25 og SUP 13/2025.

Undanþágubeiðnir skal senda til Aðgerðarstjórnar Almannavarna á Suðurnesjum í gegnum netfangið: almannavarnirsudurnes@logreglan.is