Vegna eldgoss og nauðsynlegs neyðar- og rannsóknaflugs, hefur Samgöngustofa, að beiðni Samhæfingarstöðvar Almannavarna fyrir hönd lögreglunnar á Suðurnesjum, bannað drónaflug ofar en 60 metrum yfir jörð. Bannið gildir til miðnættis að kvöldi 23. september nk.
Bannið er á svæði innan hnita 63°50'00"N 022°26'55"W, 63°55'50"N 022°25'53"W, 63°55'55"N 022°19'11"W, 63°51'43"N 022°19.15"W, 63°50'00"N 022°22'25"W. Svæðið nær yfir eldgosasvæðið á Reykjanesi ásamt Grindavík. Svæðið má sjá á mynd.
Bannið gildir til miðnættis að kvöldi 23. september nk. Undanþágubeiðnir berist Aðgerðarstjórn Almannavarna á Suðurnesjum í netfangið avs@logreglan.is.
Fréttin var uppfærð 29. ágúst með nýrri staðsetningu og framlengdum gildistíma.