Isavia ohf. hefur verið í samstarfi við Arctic Circle frá upphafi árið 2013. Vegna Covid-19 var samstarfinu hætt. Nú hefur Isavia ANS ákveðið að taka aftur upp samstarf við Arctic Circle.

Síðastliðinn miðvikudag, 25. maí skrifaði Árni Guðbrandsson, fyrir hönd Isavia ANS og Ásdís Ólafsdóttir fyrir Arctic Circle, undir samstarfssamning til lok árs 2023.
Með þessu samstarfi mun ANS verða þátttakendur á Arctic Circle ráðstefnunni í október og einnig verður athugað at taka þátt í Arctic Circle Forum í Nuuk í lok ágúst.
Upplýsingar um Arctic Circle má á vefsíðu þeirra, arcticcircle.org