Leiðbeiningar fyrir vefgátt Cronos
Flugáætlun í Cronos
Stutt flugáætlun í Cronos
Spurt og svarað
Við erum með umsóknarform á heimasíðunni sem fólk fyllir út. Við sendum svo viðkomandi notendaupplýsingar. Formið má finna hér
Athugið að umsóknir eru afgreiddar virka daga á skrifstofutíma.
Nei, ekkert gjald er tekið fyrir að stofna notanda og nota Cronos til að leggja inn flugáætlanir.
Já, það þurfa allir að búa sér til notanda þrátt fyrir að vera hluti af t.d. flugskóla eða flugklúbb.
Fyrst um sinn verður valkvætt fyrir notendur að nota vefgáttina en síðar er gert ráð fyrir því að loka fyrir innlögn flugáætlana með síma og tölvupósti. Þá verður eingöngu hægt að leggja inn flugáætlun með AFTN eða í gegnum vefgátt Cronos. Nákvæm tímasetning verður auglýst síðar.
Athugið að ýmis öpp og forrit eru til á markaðnum til þess að leggja inn flugáætlanir rafrænt. Það er vel hægt að nýta þau til þess að leggja inn rafræna flugáætlun.
Fyrsta innskráning felur í sér að setja þarf upp snjallforrit (App) til þess að geta notað tvöfalda auðkenningu. Hægt er að sjá myndband um fyrstu innskráningu, skoða myndband.
Þegar því er lokið þá skráir notandi sig inn með því að fara á https://isavia.fpcportal.is/ velja „Mobile Authenticator“, slá inn notendanafn og lykilorð. Því næst þarf að slá inn 6 tölustafa kóða sem sóttur er í auðkenningarappið.
Við bendum á að flestar upplýsingar fyrir flugmenn má finna í leiðbeiningarhefti.
Helpdesk mun opna 23. mars sama dag og Cronos FPL verður tekið í notkun. Símanúmerið er er 424-4242 og verður opið í upphafi innleiðingarinnar. Þar geta flugmenn hringt inn til að fá aðstoð.Já. En athugið að hægt er að leggja inn flugáætlanir fram í tímann, allt að 5 sólarhringa.
Athugið að viðbúnaðarþjónusta er aðeins tryggð (miðað við innlagðar upplýsingar flugáætlunar inn í Cronos vefgátt) eftir að þú hefur fengið staðfestingu á flugáætlun þinni með tölvupósti.
Einnig er hægt að sjá staðfestinguna í Cronos vefgáttinni en þá stendur Approved við flugáætlunina.Nei, það skiptir ekki máli. Það getur þó verið gott að prófa að skipta um vafra ef þú átt í vandræðum með að skrá þig inn.
Ef þú átt í vandræðum með að skrá þig inn mælum með að þú byrjir á því að skipta um internetvafra (e. browser) (dæmi um browser: Chrome, Mozilla Firefox, Microsoft Edge). Einnig getur verið gott að gera clear cookies í vafra (dæmi: farið í Settings -> Clear browsing data -> haka í Cookies and other site data og ýta á Clear).
Ef ekkert af ofantöldu virkar skaltu hafa samband við helpdesk í síma 424-4242 eða senda tölvupóst á fpl@isavia.is.
Fyrst um sinn verður einungis leyft að leggja inn VFR (V) og blönduð (Y/Z) FPL í gegnum Cronos vefgáttina.
Skráir þig inn í Cronos og velur FPL Office -> FPL Proposal -> Create í valmyndinni til vinstri.
Sjá hlekk með myndbandi til útskýringar.
Ganga þarf úr skugga um að allar villur hafi verið lagfærðar áður en flugáætlunin er send. Til þess að vera viss skal alltaf ýta á validate áður en ýtt er á submit.
Cronos sendir ekki flugáætlanir úr kerfinu fyrr en þær hafa verið lagfærðar. Villuskilaboð birtist í rauðum reit efst á síðunni og einnig birtist rauð lína og rauður texti undir þeim reitum sem þarf að lagfæra, athugið að fletta í gegnum allt planið (flipana) til að lagfæra villur.
Einnig þarf að ganga úr skugga um að Internettengingin sé í lagi, ekki er hægt að senda flugáætlun úr Cronos nema að vera tengdur interneti.
Ef ekkert af ofantöldu virkar skaltu hafa samband við helpdesk í síma 424-4242 eða senda tölvupóst á fpl@isavia.is.
Engin breyting er á innlögn IFR flugáætlana. Leggja skal inn IFR flugáætlun með símtali, tölvupósti eða í gegnum AFTN. Sjá nánar í AIP Iceland, ENR 1.10.
Símanúmerið skal fylla út undir RMK/ í Item 18 í flugáætluninni. Item 18 fyllir þú út í Equipment and capabilities flipanum. Þú skrifa: RMK/xxxxxxx (símanúmer), beint á línuna undir Item 18 eða með því að velja töfrasprotann, ýta á RMK/ hnappinn og fylla út símanúmer.
Þegar flugáætlun þín hefur verið samþykkt færðu tölvupóst* þar sem stendur: “FPL Proposal “xxxxx” has been approved”. Einnig er hægt að sjá staðfestinguna í Cronos vefgáttinni en þá stendur Approved við flugáætlunina.
Athygli er vakin á því að viðbúnaðarþjónustan er miðað við upplýsingarnar í flugáætluninni sem er inni í Cronos vefgátinni. Ef breytingar verða á t.d. flugtíma þarf að senda viðeigandi breytingarskeyti (CHG, DLA, CNL).
Ef flugáætluninni er hafnað færðu tölvupóst* þar sem stendur: “FPL Proposal “xxxxx” has been rejected” í tölvupóstinum kemur einnig fram ástæða höfnunar. Höfnun má einnig sjá í Cronos vefgáttinni en þá stendur Rejected við flugáætlunina. Þegar flugáætlun er hafnað er viðbúnaðarþjónusta ekki virkjuð.
Já, þegar þú fyllir út FPL í Cronos vefgátinni og ferð inn í Transmission information flipann er hægt að skilja eftir link á GPS track (t.d. Garmin GPS track) undir Optional (sjá nánari upplýsingar í leiðbeiningahefti). Athugið að slóðin þarf að vera í hástöfum (CAPSLOCK), annars kemur villuskilaboð á flugáætlunina í Cronos og ekki hægt að leggja hana inn.
Athugið að slóðin dreifist ekki með flugáætluninni en er aðgengileg starfsmönnum sem yfirfara flugáætlanir í Cronos.
Cronos veitir notendum upplýsingar í skilaboðaboxum sem birtast efst á skjánum. Rauð eru villur, gul eru viðvaranir og græn segja til um að allt sé í lagi.
Cronos stoppar notendur í að geta sent inn ófullkomnar flugáætlanir (samkvæmt ICAO forminu) og birtir villuskilaboð með því sem þarf að lagfæra. Þegar þú leggur inn flugáætlun í Cronos lokast villuskilaboðin ekki sjálfkrafa þegar þú gerir Valdidate. Nýjustu skilaboðin eru alltaf efst. Gott er að temja sig á að loka þeim strax svo þau valdi ekki ruglingi.
Já, þú getur skoðað allar gamlar flugáætlanir í Cronos. Þú velur FPL Office -> FPL Proposal -> Query og tekur Active úr Status glugganum áður en þú velur SEARCH. Þá birtist listi fyrir neðan með öllum flugáætlunum sem þú hefur gert í Cronos.
Ef brottfararstaður (Departure Aerodrome) eða áfangastaður (Destination Aerodrome) eru lendingarstaður/ ZZZZ/ Non ICAO AIRPORT þá setur þú ZZZZ í Departure Aerodrome/ Destination Aerodrome eftir því sem á við, í Route and time planning flipan. Í kjölfarið þarf að fylla út í Item 18 í Equipment and capabilities flipanum. Þar skrifar þú nafn staðar og hnit á staðsetningu. Fremst skrifar þú nafn staðar (setur eitt bil) og svo hnitið xxxxNxxxxxW (án bils), dæmi: DEPLAR 6594N01894W
Ef þú ert að nota snjallsíma/spjaldtölvu er gott að aðlaga síðuna að skjánum. Til að gera það velur þú strikin þrjú uppi í hægra horninu á skjánum og þá hverfur svarta valmyndin og síðan aðlagar sig að skjánum. Ef þú villt fá upp valmyndina velur þú strikin þrjú aftur og valmyndin birtist.