C-forflugsupplysingar

Flugáætlun

Samkvæmt Flugmálahandbók Íslands þurfa flugmenn að gera flugáætlanir á stöðluðu ICAO formi og senda til flugumferðarstjórnar fyrir áætlað flug.

Hægt er að leggja inn flugáætlanir rafrænt í gegnum vefgátt Cronos sem má finna hér:

OPNA VEFGÁTT CRONOS

Til þess að leggja inn flugáætlun rafrænt í gegnum Cronos vefgátt þarf að sækja um notanda.

SÆKJA UM NOTANDA

Nánari leiðbeiningar fyrir vefgátt Cronos.

Eyðublað fyrir staðlaða flugáætlun ICAO er hægt að nálgast hér:

Opna flugáætlun ICAO

Mælt er með því að nota vefgátt Cronos til þess að leggja inn flugáætlun. Ef eyðublað fyrir staðlaða ICAO flugáætlun er notað skal hlaða skjalinu niður og fylla það út, ef ætlunin er að senda inn skriflega flugáætlun í tölvupósti til Isavia. Sé flugáætlun send í tölvupósti er gert ráð fyrir því að sendandi leiti staðfestingar á því að flugáætlunin hafi verið móttekin með símtali eða staðfestingu á tölvupósti.

Flugáætlanir skal senda á netfangið:

Ítarlegri upplýsingar um flugáætlanir má finna í kafla ENR 1.10 í Flugmálahandbók Íslands (AIP).