Helstu kerfi hjá Isavia ANS
Fluggagnavinnslukerfið sér að stærstum hluta um sjálfvirkt upplýsingaflæði bæði milli aðila innan flugstjórnarmiðstöðvarinnar og einnig milli flugstjórnarmiðstöðvarinnar og aðliggjandi flugstjórnarmiðstöðva.
Flugrekstraraðilar skila inn flugáætlunum þar sem fram koma óskir þeirra. Áætlanir þessar berast fluggagnavinnslukerfinu í flugstjórnarmiðstöð og með hjálp kerfisins taka flugumferðarstjórar tillit til þeirra við stjórn flugumferðar á öruggan, skilvirkan og hagkvæman hátt.
ATM Surveillance Tracker and Server (ARTAS)
Integrated Situation Display System (ISDS): Flugstjórnarkerfi sem sýnir samræmda mynd af stöðu flugumferðar byggða á flug- og kögunargögnum.
Voice Communication System (VCS)
Fjarskiptastjórnkerfi sem notað er til talsamskipta hvort sem er innanlands eða utanlands, við viðskiptavini á flugi sem og á jörðu niðri.
Tern ATC System (TAS)
Fluggagnavinnslu- og kögunarkerfi sem notað er í Keflavíkurturni og sem aðflugskerfi fyrir bæði Keflavík og Reykjavík. Kerfið sýnir samræmda mynd af stöðu flugumferðar byggða á flug- og kögunargögnum.
Polaris
ANS er að vinna að endurnýjun á fluggagnakerfi flugstjórnarmiðstöðvarinnar. Nýja fluggagnakerfið mun leysa af núverandi FDPS kerfi sem hefur verið í rekstri í 20 ár og er að nálgast hámarksafkastagetu. Nýja kerfið mun heita Polaris er hannað af Tern Systems, dótturfélagi ANS.
Radio Operator Flight Data System (ROFDS)
ROFDS er fluggagnakerfi fyrir Flugfjarskiptamenn til móttöku og sendinga skeyta. Kerfið er lykilþáttur í samtengingu Iceland Radio og fjarskiptastöðvarinnar í Ballygirreen á Írlandi.
Tern ATS Message Switch (TAMS)
TAMS er skeytarofi sem sér um dreifingu fluggagna milli flugstjórnarmiðstöðva, flugrekenda og fleiri innanlands sem utan. Rofinn er ábyrgur fyrir AFTN og AMHS þjónustu á Íslandi.
Polaris ASD
ANS er að vinna að endurnýjun á viðmóti flugumferðastjóra í TAS. Verkefnið nefnist Polaris ASD og er lykilþáttur í heildar endurnýjun á fluggagnakerfi flugstjórnarmiðstöðvarinnar.
Remote Tower
ANS er að vinna að hagkvæmri lausn til að færa flugumferðar turnþjónustu úr hefðbundnum turni yfir í flugstjórnarmiðstöðina. Með tilkomu nýrrar tækni innan geirans hafa opnast tækifæri til að nota háskerpu myndavélar í flugumferðstjórn.