Umferðarmynstrinu í flugstjórnarsvæðinu er hægt að skipta upp í fimm meginflæði:
- Flugumferð milli Evrópu og N-Ameríku. Mest flogið eftir leiðum sem flugmenn og flugfélög hafa lagt fram óskir um með tilliti til hagstæðustu háloftavinda. Því geta flugleiðir og umferðarmagn breyst frá degi til dags.
- Flugumferð milli Mið-Austurlanda og N-Ameríku.
- Flugumferð milli N-Ameríku og Austurlanda fjær.
- Millilandaflug frá Íslandi til Evrópu og Norður-Ameríku.
- Flugumferð í innanlandssvæðinu og milli Íslands, Grænlands og Færeyja.
