Svæðið

Efra loftrými yfir Grænlandi - Nuuk FIR

Nuuk FIR svæðið nær yfir allt Grænland upp að 19,500 fetum. Isavia ANS veitir flugleiðsöguþjónustu í efra loftrými Nuuk FIR fyrir norðan 63°30'N sem nær yfir um 3,7 milljónir ferkílómetra svæði en það er um 70% af heildarflugstjórnarsvæði Isavia ANS. Isavia ANS sinnir flugleiðsöguþjónustu í efra loftrými Nuuk FIR fyrir hönd íslenska ríkisins en sú þjónusta hófst með milliríkjasamningi Íslands og Danmerkur sem undirritaður var 1976.

Isavia ANS veitir einnig aðflugs- og flugferlahönnunarþjónustu í Grænlandi ásamt flugprófunum og viðhaldi og uppsetningu á fjarskipta-, kögunar- og leiðsögubúnaði.

Dótturfélag Isavia ANS, Suluk APS sinnir turn- og aðflugsþjónustu á Kangerlussuaq flugvelli.