Helstu viðskiptavinir Isavia ANS eru flugfélögin sem fyrirtækið þjónar. Auk flugfélaganna er Isavia ANS í nánu samstarfi við alþjóðlegar stofnanir á borð við ICAO - Alþjóðaflugmálastofnunina og Eurocontrol ásamt öðrum alþjóðlegum fyrirtækjum í flugleiðsöguþjónustu. Aðrir hópar sem fyrirtækið á í farsælu samstarfi með eru íslenskir hagaðilar, svo sem Samgöngustofa, Landhelgisgæslan, Veðurstofan sem og flugsamfélagið í heild sinni.
Árið 2023 var haldið uppá 75 ára samstarfsafmæli Isavia ANS við ICAO, Þar sem þess var minnst að 75 ár eru liðin frá því Alþjóðaflugmálastofnunin samdi við Íslendinga um að annast flugumferðarþjónustu á Norður-Atlantshafinu.
Starfsemin